Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cesc Fábregas faðmar Nico Paz eftir sigur Como á Juventus.
Cesc Fábregas faðmar Nico Paz eftir sigur Como á Juventus. getty/Marco Luzzani

Como gerði sér lítið fyrir og vann Juventus, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Como á Juventus í efstu deild síðan 1952.

Cesc Fábregas er knattspyrnustjóri Como og þykir hafa gert góða hluti með liðið. Hans gamli stjóri hjá Arsenal, Arsene Wenger, var á leiknum í dag ásamt Thierry Henry sem lék með Fábregas hjá Skyttunum.

Prímusmótorinn í sóknarleik Como er hinn 21 árs Argentínumaður Nico Paz. Hann átti frábæran leik í dag, lagði fyrra mark heimamanna upp fyrir Þjóðverjann Marc Oliver Kempf og skoraði það seinna.

Í sjö deildarleikjum á tímabilinu er Paz með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar.

Como er í 6. sæti ítölsku deildarinnar með tólf stig, jafn mörg og Juventus sem er í sætinu fyrir neðan. Gamla konan er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira