Sport

„Þetta er í okkar höndum í næsta leik“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson, tryggði Vestra 1 stig á lokasekúndu leiksins.
Ágúst Eðvald Hlynsson, tryggði Vestra 1 stig á lokasekúndu leiksins. Visir/Pawel Cieslikiewicz

Vestri gerði 1-1 jafntefli við Aftureldingu í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði jöfnunarmark Vestra á lokasekúndum leiksins.

„Það var geðveik tilfinning að ná jöfnunarmarkinu inn því það gerir gríðarlega mikið fyrir okkur,“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Vestra, eftir leik.

„Ég veit ekki hversu mörg dauðafæri Afturelding fékk síðustu 10-15 mínúturnar, þannig tilfinningin er geðveik.“

„Mér fannst sjást á frammistöðu liðsins að það væri mikið í húfi. Við vorum pínu passívir í dag. Við ætluðum að vera beinskeyttari og vera aðeins meira hungraðir. Það er gott að fara héðan með eitt stig og núna er þetta í okkar höndum í næsta leik.“

Vestri hefur gert tvö jafntefli eftir að Jón Þór Hauksson tók við liðinu.

„Síðustu tveir leikir hafa verið fínir en við sýndum þvílíkan karakter í dag og misstum ekki trúna. Við förum bara í síðasta leikinn og klárum þetta þar, það er ekkert annað í boði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×