Handbolti

Kom að fjór­tán mörkum í stór­sigri á Leipzig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon hefur farið hamförum í upphafi tímabils.
Ómar Ingi Magnússon hefur farið hamförum í upphafi tímabils. getty/Ruben De La Rosa

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Magdeburg sem valtaði yfir Leipzig á útivelli, 23-36, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Magdeburg hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í þýsku deildinni og gert eitt jafntefli. Liðið er í 2. sæti, einu stigi á eftir Flensburg sem hefur spilað einum leik meira.

Ómar Ingi skoraði ekki bara sjö mörk úr níu skotum í leiknum í dag heldur gaf hann sjö stoðsendingar. Gísli skoraði sjö mörk úr átta skotum og Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk.

Blær Hinriksson skoraði tvö mörk fyrir Leipzig sem er án sigurs á botni deildarinnar.

Gummersbach beið lægri hlut fyrir Hamburg, 31-30. Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í Hamburg hafa unnið tvo leiki í röð og eru í 10. sæti með níu stig.

Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Gummersbach sem er með fjórtán stig í 6. sæti deildarinnar. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×