Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar 20. október 2025 08:15 Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun