„Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2025 17:00 Nadia er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Aðsend „Ég tek áskorunum fagnandi, tengist fólki á einlægan hátt og sýni að maður getur treyst á sjálfan sig og stígað út fyrir þægindarammann og náð markmiðum sínum,“ segir Nadia Amrouni ungfrú Sandgerði, Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti í kvöld og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Nadia Amrouni. Aldur: Ég er 17 ára. Starf: Ég vinn á preppbarnum. Menntun: Ég er á öðru ári í Fjölbrautaskólanum Suðurnesja. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Brosmild, jákvæð og metnaðarfull. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég hafi tekið þátt í Ungfrú Ísland Teen. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi alltaf segja að mamma mín og pabbi væru mínar stærstu fyrirmyndir. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru þær áskoranir sem ég hef staðið frammi fyrir. Þær hafa kennt mér að vera sterk, sjálfstæð og að trúa á sjálfa mig, en einnig hjálpað mér að skilja hvað skiptir mig raunverulega máli í lífinu. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við og hvernig komst þú í gegnum hana? Stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við var að læra að trúa á sjálfa mig. Það er auðvelt að bera sig saman við aðra, en þegar ég áttaði mig á að styrkurinn felst í því að vera ég sjálf fann ég frelsi og sjálfstraust. Ég komst í gegnum þetta með því að umkringja mig fólki sem lyftir mér upp og sýna sjálfri mér mildi. Þetta hefur kennt mér að sannur styrkur og fegurð byrja innra með manni. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa þorað að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hluti sem ég áður hefði aldrei þorað. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og eiga góða fjölskyldu. Hvernig tekstu á við streitu og álag? Það sem hjálpar mér mest er að hlusta á tónlist og teikna á sama tíma — það róar hugann og lætur mig gleyma stressinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Eitt líf, óteljandi tækifæri. Fylgdu því sem kallar á hjartað.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það var þegar ég var nýbúin að græja mat fyrir viðskiptavin á Preppbarnum og missti hann svo á gólfið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, ekki svo ég viti til, því miður. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst fólk heillandi þegar það er hreinskilið, kurteist, kemur vel fram og er með fallegt bros. Aðsend Hvað finnst þér óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er dónalegt, sýnir öðru fólki óvirðingu og er neikvætt. Hver er þinn helsti ótti? Að missa þá sem mér þykir vænt um. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég verð vonandi enn glöð og ánægð með lífið, því það er það sem skiptir mig mestu máli. Ég vona líka að ég starfi sem rannsóknarlögregla. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og frönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Sushi er í miklu uppáhaldi. Hvaða lag tekur þú í karaoke? „Slipping Through My Fingers“ úr Mamma Mia. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Úff, það er örugglega Birnir. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir aðstæðum, en mér finnst bæði mjög skemmtilegt. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja helminginn inn á sparireikninginn minn og mögulega nota hinn helminginn til að ferðast. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst mikið með Ungfrú Ísland og haft mikinn áhuga á að taka þátt. Þegar það auglýst eftir keppendum fyrir Ungfrú Ísland Teen langaði mig að prófa að sækja um. Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef lært margt, bæði hvernig á að koma betur fram, sýna sjálfstæði og þakklæti. Þetta hefur hjálpað mér að byggja upp sjálfstraust og verða öruggari. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessum frábæra hópi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir því að efla sjálfstraust. Það er svo mikilvægt að trúa á sjálfa sig og vera tilbúin að prófa nýja hluti, jafnvel þó það sé erfitt. Margir unglingar glíma við óöryggi og efast um eigin getu, og mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa sig, vera góð við sig og ekki dæma sig sjálf of hart. Ég er sérstaklega stolt þegar ég tek skref út fyrir minn eigin þægindarammann, því það styrkir sjálfstraustið mitt og hjálpar mér að vaxa. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að hafa sjálfstraust og vera jákvæð. Hún þarf að geta tjáð sig vel og komið vel fram við fólk. Það er einnig mikilvægt að vera góð fyrirmynd, sýna virðingu og vera tilbúin að prófa nýja hlut. Að vera skemmtileg og eiga auðvelt með að hitta fólk hjálpar einnig mikið til. Instagram Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Mig langar að sýna öðrum að það er gaman að stíga út fyrir þægindarammann sinn og treysta á sjálfa sig. Mig langar að hvetja ungar stelpur til að trúa á sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust. Þetta væri líka frábært tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem skipta máli og skapa jákvæð áhrif í kringum sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er ekki hrædd við að vera ég sjálf. Ég tek áskorunumr fagnandi, tengist fólki á einlægan hátt og sýni að maður getur treyst á sjálfan sig og stígað út fyrir þægindarammann og náð markmiðum sínum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta vandamál minnar kynslóðar séu áhrif samfélagsmiðla. Þeir geta haft mikil áhrif á sjálfsmynd og líðan ungs fólks, því við sjáum stöðugt fullkomnar myndir og berum okkur óhjákvæmilega saman við aðra. Hvernig mætti leysa það? Með því að vera meðvituð um áhrif samfélagsmiðla, nota þá á heilbrigðan hátt og muna að allir hafa sína eigin sögu, getum við einbeitt okkur að okkar eigin styrkleikum frekar en að bera okkur stöðugt saman við aðra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Sumir hafa neikvæðar skoðanir á fegurðarsamkeppnum, en mikilvægt er að muna að keppnin snýst ekki eingöngu um útlit. Ungfrú Ísland leggur áherslu á sjálfstraust, persónuleika, vilja til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og að vera góð fyrirmynd. Fegurð er plús, en ekki allt. Keppnin snýst einnig um að kynnast nýjum stelpum, byggja upp sjálfstraust, skapa minningar og njóta ferðarinnar. Hún er tækifæri til að hafa gaman og vaxa sem einstaklingur, ekki aðeins keppast um útlit. Ungfrú Ísland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti í kvöld og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Nadia Amrouni. Aldur: Ég er 17 ára. Starf: Ég vinn á preppbarnum. Menntun: Ég er á öðru ári í Fjölbrautaskólanum Suðurnesja. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Brosmild, jákvæð og metnaðarfull. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég hafi tekið þátt í Ungfrú Ísland Teen. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi alltaf segja að mamma mín og pabbi væru mínar stærstu fyrirmyndir. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru þær áskoranir sem ég hef staðið frammi fyrir. Þær hafa kennt mér að vera sterk, sjálfstæð og að trúa á sjálfa mig, en einnig hjálpað mér að skilja hvað skiptir mig raunverulega máli í lífinu. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við og hvernig komst þú í gegnum hana? Stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við var að læra að trúa á sjálfa mig. Það er auðvelt að bera sig saman við aðra, en þegar ég áttaði mig á að styrkurinn felst í því að vera ég sjálf fann ég frelsi og sjálfstraust. Ég komst í gegnum þetta með því að umkringja mig fólki sem lyftir mér upp og sýna sjálfri mér mildi. Þetta hefur kennt mér að sannur styrkur og fegurð byrja innra með manni. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa þorað að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hluti sem ég áður hefði aldrei þorað. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og eiga góða fjölskyldu. Hvernig tekstu á við streitu og álag? Það sem hjálpar mér mest er að hlusta á tónlist og teikna á sama tíma — það róar hugann og lætur mig gleyma stressinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Eitt líf, óteljandi tækifæri. Fylgdu því sem kallar á hjartað.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það var þegar ég var nýbúin að græja mat fyrir viðskiptavin á Preppbarnum og missti hann svo á gólfið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, ekki svo ég viti til, því miður. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst fólk heillandi þegar það er hreinskilið, kurteist, kemur vel fram og er með fallegt bros. Aðsend Hvað finnst þér óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er dónalegt, sýnir öðru fólki óvirðingu og er neikvætt. Hver er þinn helsti ótti? Að missa þá sem mér þykir vænt um. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég verð vonandi enn glöð og ánægð með lífið, því það er það sem skiptir mig mestu máli. Ég vona líka að ég starfi sem rannsóknarlögregla. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og frönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Sushi er í miklu uppáhaldi. Hvaða lag tekur þú í karaoke? „Slipping Through My Fingers“ úr Mamma Mia. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Úff, það er örugglega Birnir. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir aðstæðum, en mér finnst bæði mjög skemmtilegt. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja helminginn inn á sparireikninginn minn og mögulega nota hinn helminginn til að ferðast. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst mikið með Ungfrú Ísland og haft mikinn áhuga á að taka þátt. Þegar það auglýst eftir keppendum fyrir Ungfrú Ísland Teen langaði mig að prófa að sækja um. Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef lært margt, bæði hvernig á að koma betur fram, sýna sjálfstæði og þakklæti. Þetta hefur hjálpað mér að byggja upp sjálfstraust og verða öruggari. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessum frábæra hópi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir því að efla sjálfstraust. Það er svo mikilvægt að trúa á sjálfa sig og vera tilbúin að prófa nýja hluti, jafnvel þó það sé erfitt. Margir unglingar glíma við óöryggi og efast um eigin getu, og mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa sig, vera góð við sig og ekki dæma sig sjálf of hart. Ég er sérstaklega stolt þegar ég tek skref út fyrir minn eigin þægindarammann, því það styrkir sjálfstraustið mitt og hjálpar mér að vaxa. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að hafa sjálfstraust og vera jákvæð. Hún þarf að geta tjáð sig vel og komið vel fram við fólk. Það er einnig mikilvægt að vera góð fyrirmynd, sýna virðingu og vera tilbúin að prófa nýja hlut. Að vera skemmtileg og eiga auðvelt með að hitta fólk hjálpar einnig mikið til. Instagram Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Mig langar að sýna öðrum að það er gaman að stíga út fyrir þægindarammann sinn og treysta á sjálfa sig. Mig langar að hvetja ungar stelpur til að trúa á sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust. Þetta væri líka frábært tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem skipta máli og skapa jákvæð áhrif í kringum sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er ekki hrædd við að vera ég sjálf. Ég tek áskorunumr fagnandi, tengist fólki á einlægan hátt og sýni að maður getur treyst á sjálfan sig og stígað út fyrir þægindarammann og náð markmiðum sínum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta vandamál minnar kynslóðar séu áhrif samfélagsmiðla. Þeir geta haft mikil áhrif á sjálfsmynd og líðan ungs fólks, því við sjáum stöðugt fullkomnar myndir og berum okkur óhjákvæmilega saman við aðra. Hvernig mætti leysa það? Með því að vera meðvituð um áhrif samfélagsmiðla, nota þá á heilbrigðan hátt og muna að allir hafa sína eigin sögu, getum við einbeitt okkur að okkar eigin styrkleikum frekar en að bera okkur stöðugt saman við aðra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Sumir hafa neikvæðar skoðanir á fegurðarsamkeppnum, en mikilvægt er að muna að keppnin snýst ekki eingöngu um útlit. Ungfrú Ísland leggur áherslu á sjálfstraust, persónuleika, vilja til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og að vera góð fyrirmynd. Fegurð er plús, en ekki allt. Keppnin snýst einnig um að kynnast nýjum stelpum, byggja upp sjálfstraust, skapa minningar og njóta ferðarinnar. Hún er tækifæri til að hafa gaman og vaxa sem einstaklingur, ekki aðeins keppast um útlit.
Ungfrú Ísland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”