Virtist hvorki geta séð né andað Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. október 2025 11:31 Kim Kardashian í mjög sérstökum klæðum á Academy Museum Gala viðburðinum í Los Angeles. Frazer Harrison/WireImage „Ég flaug Mario, uppáhalds förðunarfræðingnum mínum, út til að farða mig en ákvað svo þetta á síðustu stundu,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian sem vakti gríðarlega athygli fyrir klæðnað sinn á galahátíð í Los Angeles um helgina. Hún rokkaði einhvers konar hátískuhöfuðpoka með rándýra förðun undir sem enginn sá. Er um að ræða tískuhátíðuna Academy Museum Gala sem er orðið árlegur viðburður hjá Hollywood stjörnunum. Kim rokkaði umræddan hátískuhöfuðpoka og deildi því að hún væri þó stífmáluð og með rosalega hárgreiðslu undir, bæði því hún ákvað þetta seint og einfaldlega því henni finnst gaman að fara alla leið, sama hvort fólk sjái það eða ekki. Klænaðurinn frá toppi til táar er frá virta Parísartískuhúsinu Margiela og drapplituð klæðin eru algjörlega í anda Kim. Klæðin eru hluti af fyrstu línu listræna stjórnandans Glen Martin fyrir hátískuhúsið. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Þægindin virðast ekki vera í fyrirrúmi hjá Kim, ekki frekar en fyrri daginn, þar sem kjóllinn virðist stingast alveg undir rifbeinin og líklega er erfitt að draga djúpa andann í flík sem þessari. Þá er ekki alveg á hreinu hversu aðgengilegt það var fyrir hana að sjá og anda í gegnum efnið sem var fyrir andlitinu en yfir höfuðpokann skartaði hún stórglæsilegu marglaga demantshálsmeni. „Mér finnst þetta mjög Skims-leg föt,“ sagði Kim í samtali við Variety um fötin en Skims en tískumerki sem hún sjálf á og rekur. „Þess vegna heillaðist ég svona að því þegar ég sá hátískusýningu Margiela. Ég sá þetta lúkk og hugsaði: Þetta er svo mikið Skims fyrir mér.“ Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Er um að ræða tískuhátíðuna Academy Museum Gala sem er orðið árlegur viðburður hjá Hollywood stjörnunum. Kim rokkaði umræddan hátískuhöfuðpoka og deildi því að hún væri þó stífmáluð og með rosalega hárgreiðslu undir, bæði því hún ákvað þetta seint og einfaldlega því henni finnst gaman að fara alla leið, sama hvort fólk sjái það eða ekki. Klænaðurinn frá toppi til táar er frá virta Parísartískuhúsinu Margiela og drapplituð klæðin eru algjörlega í anda Kim. Klæðin eru hluti af fyrstu línu listræna stjórnandans Glen Martin fyrir hátískuhúsið. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Þægindin virðast ekki vera í fyrirrúmi hjá Kim, ekki frekar en fyrri daginn, þar sem kjóllinn virðist stingast alveg undir rifbeinin og líklega er erfitt að draga djúpa andann í flík sem þessari. Þá er ekki alveg á hreinu hversu aðgengilegt það var fyrir hana að sjá og anda í gegnum efnið sem var fyrir andlitinu en yfir höfuðpokann skartaði hún stórglæsilegu marglaga demantshálsmeni. „Mér finnst þetta mjög Skims-leg föt,“ sagði Kim í samtali við Variety um fötin en Skims en tískumerki sem hún sjálf á og rekur. „Þess vegna heillaðist ég svona að því þegar ég sá hátískusýningu Margiela. Ég sá þetta lúkk og hugsaði: Þetta er svo mikið Skims fyrir mér.“
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira