„Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2025 13:41 Ester Brák er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Aðsend „Ég trúi því að fjölbreytileiki geri samfélagið okkar sterkara og að fegurð birtist í alls konar myndum, bæði að innan og utan,“ segir Ester Brák Nardini ungfrú Vesturbær. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti í kvöld og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ester Brák Nardini. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli? Ég er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík og vinn samhliða í Gina Tricot. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem óhræddri, hvetjandi og flottri stelpu. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kemur mörgum á óvart er að ég hef mjög sterka hlið tengda handbolta. Ég hef æft með Gróttu í átta ár, og það hefur haft gríðarleg áhrif á mig sem manneskju. Fólk á kannski ekki von á því að íþróttir séu svona stór hluti af mér, en handboltinn hefur kennt mér aga, liðsheild og seiglu. Handboltinn er stór hluti af því hver ég er í dag. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er mín stærsta fyrirmynd og sú sem ég lít mest upp til. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað gengið hefur á. Þegar mér hefur liðið illa eða ég hef staðið frammi fyrir áskorunum, hefur hún kennt mér að halda áfram og sýnt mér hvað raunverulegur styrkur og ást eru. Hún hefur staðið þétt við bakið á mér í öllum aðstæðum, stórum sem smáum, og án hennar væri ég ekki sú stelpa sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga svona móður og fyrirmynd. Ljósmynd/Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest sem manneskju er bæði samfélagið og fjölskyldan mín. Þegar ég var yngri var oft gert grín að mér fyrir hæðina mína, og ég fann snemma hversu erfitt það getur verið að passa ekki alltaf inn í „rammann“ sem samfélagið setti fyrir mig. Með tímanum lærði ég þó að það sem skiptir mestu máli er ekki hvað öðrum finnst um mann, heldur hvernig maður sér sjálfan sig. Við erum öll einstök, og það sem gerir okkur ólík er nefnilega það sem gerir okkur falleg. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Stærsta áskorun mín var að verða fyrir einelti í æsku vegna þess að ég var öðruvísi. Á sínum tíma braut það mig, tók frá mér sjálfstraust og lét mig efast um eigið gildi. En með stuðningi fjölskyldu og vinnu með sjálfri mér lærði ég að snúa sársaukanum í styrk. Í dag sé ég að þessi reynsla hefur gert mig seigari, samkenndari og að lokum að þeirri manneskju sem ég er stolt af í dag. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af litla bróður mínum, því hann er einn klárasti, fyndnasti og góðhjartaðasti strákur sem ég þekki. Hann á það þó til að vera smá nölli, en það er einmitt það sem gerir hann svo einstakan og skemmtilegan. Hann hefur alltaf veitt mér innblástur – hvort sem það er með húmorinn sínum eða því hvernig hann nálgast lífið af einlægni og góðvild. Að hafa hann í lífi mínu hefur kennt mér að vera bæði jarðbundin og þakklát, og það geri ég alla daga. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er hæfileikinn til að finna jákvæða hliðina í öllu. Þannig hef ég lært að snúa áskorunum í styrk og sjá ljós jafnvel þegar hlutirnir virðast erfiðir. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hef alltaf verið góð í að takast á við neikvæðar tilfinningar og finn í raun mjög lítið fyrir félagslegum kvíða. Ég lærði snemma að því oftar sem maður leyfir sér að gera mistök, því auðveldara er að vaxa og læra af þeim. Þegar ég er með mikið álag á mér, hjálpar það alveg óendanlega mikið að horfa á það sem tækifæri til að bæta mig í stað þess að láta það draga mig niður. Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er að hætta að búast við öllu frá öðrum. Það hljómar kannski einfalt, en um leið og ég hætti að setja líf mitt í hendur annarra lærði ég að treysta sjálfri mér meira. Þegar við förum að finna okkar eigin leiðir í lífinu sjáum við hversu dýrmæt og einstök við erum í raun. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég er mjög þakklát fyrir að ekki hafa lent í neinu sérlega hættulegu ástandi, en þegar ég var 14 ára fór ég á Ball Íslands sem nefnist Samfestingurinn. Það leið yfir mig og það þurfti að halda á mér inn í sjúkraherbergi. Það kom í ljós að ég var svo stressuð að hárið mitt væri ekki í nóg og fastri fléttu fyrir ballið að ég gleymdi að borða. En þar sátum við, ég og besta vinkona mín, að drekka eplasafa og borða Oreo. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Leyndi hæfileikinn minn er að ég sé ótrúlega vel í myrkri. Ég hef oft gert grín að því að ég sé eins og köttur því ég rata þegar aðrir reka sig í veggi. Þetta er kannski ekki hefðbundinn hæfileiki en kemur sér oft vel. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það sem mér finnst heillandi í fari fólks er einlægni, sjálfsöryggi og hlýja. Mér finnst ótrúlega aðlaðandi þegar fólk þorir að vera satt við sjálft sig sýnir hugrekki og tekur ábyrgð á eigin lífi, en hefur jafnframt getu til að hlusta, sýna samkennd og lyfta öðrum upp. Slík blanda af styrk og mildi fær mig alltaf til að dást að fólki. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi í fari fólks er þegar það lítur niður á aðra eða reynir að gera lítið úr þeim. Mér finnst mikilvægast að við sýnum öllum virðingu, sama hvaðan fólk kemur, hvernig það lítur út eða hverjar skoðanir þess eru. Við erum öll einstök með okkar eigin styrkleika og veikleika, og mér finnst fallegast þegar fólk nær að fagna fjölbreytileikanum í stað þess að dæma hann. Aðsend Hver er þinn helsti ótti? Ég hef mikla ástríðu fyrir hafinu, en stærsti ótti minn er að drukkna í því. Það getur verið frekar ógnvekjandi að vera umkringd náttúruafli sem maður ræður ekkert við. Sjórinn er fallegur en á sama tíma minnir hann okkur á hversu smá við erum í raun. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár gæti lífið hafa breytt draumum mínum og markmiðum, en ég veit að ég mun hafa lokið mastersnámi í þeim háskóla sem ég vel mér og lagt hart að mér til að vaxa sem einstaklingur. Hvaða tungumál talarðu? Ég er 1/4 ítölsk og tala ítölsku, íslensku og ensku. Hins vegar verð ég að játa að danskan hefur aldrei alveg náð til mín, þrátt fyrir fimm ára nám er hún ennþá minn versti veikleiki. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur eru ostrur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Mitt uppáhalds lag til að taka er Ultraviolence með Lana Del Rey. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég held að einn frægasti einstaklingur sem ég hef hitt er fótboltamaðurinn Luis Díaz. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar samskipti við fólk í eigin persónu. Mér finnst það mikið skemmtilegra, geta hlegið saman, átt alvöru samtal og tengst betur. Hins vegar eru skilaboð auðvitað þægileg í daglegu lífi – en það er ekkert betra en að vera raunverulega til staðar fyrir manneskjuna. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir myndi ég fyrst og fremst nýta tækifærið til að kynna mér betur mismunandi góðgerðarfélög og hvernig best er að styðja þau. Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð og ég myndi alltaf kjósa að nota peningana til að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég las bókina Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur í 10. bekk og þá komst ég fyrst að keppninni. Bókin fjallaði aðallega um upplifun stelpna í fegurðarsamkeppnum og hvernig þær hafa þróast yfir árin. Síðar sá ég mikið af eldri stelpunum á samfélagsmiðlum og varð strax heilluð af því að sjá svona sterkar kvenfyrirmyndir sem ég lít enn í dag upp til. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í þessu ferli hef ég lært að stíga út fyrir þægindarammann og treysta á sjálfa mig. Ég hef líka séð hversu mikilvæg samvinna og stuðningur frá teyminu eru – það hefur gert reynsluna bæði lærdómsríka og ógleymanlega. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti – að allir fái jöfn tækifæri, óháð kyni, kynþætti, uppruna eða annarri sérstöðu. Ég trúi því að fjölbreytileiki geri samfélagið okkar sterkara og að fegurð birtist í alls konar myndum, bæði að innan og utan. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf fyrst og fremst að vera góð fyrirmynd. Hún þarf að sýna virðingu, hógværð og styrk, bæði í orðum og athöfnum. Hún þarf að hafa sjálfstraust, standa með sjálfri sér og vera tilbúin að hlusta á aðra og styðja þá. Hún þarf einnig að vera samkvæm sjálfri sér og hafa ástríðu fyrir að gera samfélagið betra – hvort sem það er með jákvæðum skilaboðum, góðum verkum eða því að hvetja aðra til að trúa á sjálfa sig. Að mínu mati snýst þetta síður um útlit og meira um hjartalag og tilgang. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen vegna þess að ég trúi því að þetta sé tækifæri til að gera meira en að bera fallegan titil. Mér finnst mikilvægt að nota röddina mína til að hvetja ungar stúlkur til að trúa á sjálfar sig og skilja að fjölbreytni er það sem gerir okkur sérstakar og sterkar. Ég hef sjálf lært að það sem aðskilur okkur frá öðrum er í raun það sem gerir okkur fallegar – og það er það sem ég vil miðla. Mig langar að sýna stelpum að þær þurfa ekki að passa inn í neinn ramma eða breyta sér til að tilheyra; það að vera maður sjálfur er alltaf það sem skín skærast. Ef ég fengi tækifærið að verða Ungfrú Ísland Teen myndi ég leggja mig fram við að vera fyrirmynd sem er ekki fullkomin, heldur klár, skemmtileg og sterk stelpa – sú fyrirmynd sem ég hefði sjálf viljað sjá þegar ég var yngri. Aðsend Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég held að það sem greini mig frá öðrum keppendum sé reynslan mín og hvernig ég hef lært að snúa áskorunum í styrkleika. Ég trúi því að sjálfstraust byggist ekki á fullkomnun, heldur á því að þora að vera maður sjálfur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta áskorun kynslóðar minnar sé aukin pressa og kvíði sem fylgir hraða samfélagsins og samfélagsmiðlum. Það er mikilvægt að við lærum að setja mörk, rækta sjálfsmyndina og styðja hvert annað í að vera heilbrigð bæði andlega og líkamlega. Og hvernig mætti leysa það? Lausnin felst í því að rækta meiri samkennd, opna umræðuna og skapa öruggt rými þar sem við getum rætt tilfinningar án fordóma. Þegar við stöndum saman verður enginn eftir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fólk mun alltaf hafa skoðanir á öllu, og það sem öðrum finnst um mig eða það sem ég geri kemur mér einfaldlega ekki við. Ég tel að orðið „fegurðarsamkeppni“ lýsi ekki rétt þessari frábæru upplifun, sérstaklega miðað við hefðbundnar keppnir. Að fá tækifæri til að kynnast þessum æðislegu stelpum og teyminu er eitthvað sem fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir, en það er miklu mikilvægara en kóróna. Auðvitað er gaman að vinna, en ég legg áherslu á að meta mína eigin frammistöðu á sviðinu og að vera ánægð – það er það eina sem skiptir máli. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti í kvöld og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ester Brák Nardini. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli? Ég er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík og vinn samhliða í Gina Tricot. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem óhræddri, hvetjandi og flottri stelpu. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kemur mörgum á óvart er að ég hef mjög sterka hlið tengda handbolta. Ég hef æft með Gróttu í átta ár, og það hefur haft gríðarleg áhrif á mig sem manneskju. Fólk á kannski ekki von á því að íþróttir séu svona stór hluti af mér, en handboltinn hefur kennt mér aga, liðsheild og seiglu. Handboltinn er stór hluti af því hver ég er í dag. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er mín stærsta fyrirmynd og sú sem ég lít mest upp til. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað gengið hefur á. Þegar mér hefur liðið illa eða ég hef staðið frammi fyrir áskorunum, hefur hún kennt mér að halda áfram og sýnt mér hvað raunverulegur styrkur og ást eru. Hún hefur staðið þétt við bakið á mér í öllum aðstæðum, stórum sem smáum, og án hennar væri ég ekki sú stelpa sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga svona móður og fyrirmynd. Ljósmynd/Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest sem manneskju er bæði samfélagið og fjölskyldan mín. Þegar ég var yngri var oft gert grín að mér fyrir hæðina mína, og ég fann snemma hversu erfitt það getur verið að passa ekki alltaf inn í „rammann“ sem samfélagið setti fyrir mig. Með tímanum lærði ég þó að það sem skiptir mestu máli er ekki hvað öðrum finnst um mann, heldur hvernig maður sér sjálfan sig. Við erum öll einstök, og það sem gerir okkur ólík er nefnilega það sem gerir okkur falleg. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Stærsta áskorun mín var að verða fyrir einelti í æsku vegna þess að ég var öðruvísi. Á sínum tíma braut það mig, tók frá mér sjálfstraust og lét mig efast um eigið gildi. En með stuðningi fjölskyldu og vinnu með sjálfri mér lærði ég að snúa sársaukanum í styrk. Í dag sé ég að þessi reynsla hefur gert mig seigari, samkenndari og að lokum að þeirri manneskju sem ég er stolt af í dag. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af litla bróður mínum, því hann er einn klárasti, fyndnasti og góðhjartaðasti strákur sem ég þekki. Hann á það þó til að vera smá nölli, en það er einmitt það sem gerir hann svo einstakan og skemmtilegan. Hann hefur alltaf veitt mér innblástur – hvort sem það er með húmorinn sínum eða því hvernig hann nálgast lífið af einlægni og góðvild. Að hafa hann í lífi mínu hefur kennt mér að vera bæði jarðbundin og þakklát, og það geri ég alla daga. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er hæfileikinn til að finna jákvæða hliðina í öllu. Þannig hef ég lært að snúa áskorunum í styrk og sjá ljós jafnvel þegar hlutirnir virðast erfiðir. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hef alltaf verið góð í að takast á við neikvæðar tilfinningar og finn í raun mjög lítið fyrir félagslegum kvíða. Ég lærði snemma að því oftar sem maður leyfir sér að gera mistök, því auðveldara er að vaxa og læra af þeim. Þegar ég er með mikið álag á mér, hjálpar það alveg óendanlega mikið að horfa á það sem tækifæri til að bæta mig í stað þess að láta það draga mig niður. Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er að hætta að búast við öllu frá öðrum. Það hljómar kannski einfalt, en um leið og ég hætti að setja líf mitt í hendur annarra lærði ég að treysta sjálfri mér meira. Þegar við förum að finna okkar eigin leiðir í lífinu sjáum við hversu dýrmæt og einstök við erum í raun. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég er mjög þakklát fyrir að ekki hafa lent í neinu sérlega hættulegu ástandi, en þegar ég var 14 ára fór ég á Ball Íslands sem nefnist Samfestingurinn. Það leið yfir mig og það þurfti að halda á mér inn í sjúkraherbergi. Það kom í ljós að ég var svo stressuð að hárið mitt væri ekki í nóg og fastri fléttu fyrir ballið að ég gleymdi að borða. En þar sátum við, ég og besta vinkona mín, að drekka eplasafa og borða Oreo. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Leyndi hæfileikinn minn er að ég sé ótrúlega vel í myrkri. Ég hef oft gert grín að því að ég sé eins og köttur því ég rata þegar aðrir reka sig í veggi. Þetta er kannski ekki hefðbundinn hæfileiki en kemur sér oft vel. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það sem mér finnst heillandi í fari fólks er einlægni, sjálfsöryggi og hlýja. Mér finnst ótrúlega aðlaðandi þegar fólk þorir að vera satt við sjálft sig sýnir hugrekki og tekur ábyrgð á eigin lífi, en hefur jafnframt getu til að hlusta, sýna samkennd og lyfta öðrum upp. Slík blanda af styrk og mildi fær mig alltaf til að dást að fólki. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi í fari fólks er þegar það lítur niður á aðra eða reynir að gera lítið úr þeim. Mér finnst mikilvægast að við sýnum öllum virðingu, sama hvaðan fólk kemur, hvernig það lítur út eða hverjar skoðanir þess eru. Við erum öll einstök með okkar eigin styrkleika og veikleika, og mér finnst fallegast þegar fólk nær að fagna fjölbreytileikanum í stað þess að dæma hann. Aðsend Hver er þinn helsti ótti? Ég hef mikla ástríðu fyrir hafinu, en stærsti ótti minn er að drukkna í því. Það getur verið frekar ógnvekjandi að vera umkringd náttúruafli sem maður ræður ekkert við. Sjórinn er fallegur en á sama tíma minnir hann okkur á hversu smá við erum í raun. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár gæti lífið hafa breytt draumum mínum og markmiðum, en ég veit að ég mun hafa lokið mastersnámi í þeim háskóla sem ég vel mér og lagt hart að mér til að vaxa sem einstaklingur. Hvaða tungumál talarðu? Ég er 1/4 ítölsk og tala ítölsku, íslensku og ensku. Hins vegar verð ég að játa að danskan hefur aldrei alveg náð til mín, þrátt fyrir fimm ára nám er hún ennþá minn versti veikleiki. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur eru ostrur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Mitt uppáhalds lag til að taka er Ultraviolence með Lana Del Rey. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég held að einn frægasti einstaklingur sem ég hef hitt er fótboltamaðurinn Luis Díaz. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar samskipti við fólk í eigin persónu. Mér finnst það mikið skemmtilegra, geta hlegið saman, átt alvöru samtal og tengst betur. Hins vegar eru skilaboð auðvitað þægileg í daglegu lífi – en það er ekkert betra en að vera raunverulega til staðar fyrir manneskjuna. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir myndi ég fyrst og fremst nýta tækifærið til að kynna mér betur mismunandi góðgerðarfélög og hvernig best er að styðja þau. Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð og ég myndi alltaf kjósa að nota peningana til að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég las bókina Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur í 10. bekk og þá komst ég fyrst að keppninni. Bókin fjallaði aðallega um upplifun stelpna í fegurðarsamkeppnum og hvernig þær hafa þróast yfir árin. Síðar sá ég mikið af eldri stelpunum á samfélagsmiðlum og varð strax heilluð af því að sjá svona sterkar kvenfyrirmyndir sem ég lít enn í dag upp til. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í þessu ferli hef ég lært að stíga út fyrir þægindarammann og treysta á sjálfa mig. Ég hef líka séð hversu mikilvæg samvinna og stuðningur frá teyminu eru – það hefur gert reynsluna bæði lærdómsríka og ógleymanlega. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti – að allir fái jöfn tækifæri, óháð kyni, kynþætti, uppruna eða annarri sérstöðu. Ég trúi því að fjölbreytileiki geri samfélagið okkar sterkara og að fegurð birtist í alls konar myndum, bæði að innan og utan. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf fyrst og fremst að vera góð fyrirmynd. Hún þarf að sýna virðingu, hógværð og styrk, bæði í orðum og athöfnum. Hún þarf að hafa sjálfstraust, standa með sjálfri sér og vera tilbúin að hlusta á aðra og styðja þá. Hún þarf einnig að vera samkvæm sjálfri sér og hafa ástríðu fyrir að gera samfélagið betra – hvort sem það er með jákvæðum skilaboðum, góðum verkum eða því að hvetja aðra til að trúa á sjálfa sig. Að mínu mati snýst þetta síður um útlit og meira um hjartalag og tilgang. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen vegna þess að ég trúi því að þetta sé tækifæri til að gera meira en að bera fallegan titil. Mér finnst mikilvægt að nota röddina mína til að hvetja ungar stúlkur til að trúa á sjálfar sig og skilja að fjölbreytni er það sem gerir okkur sérstakar og sterkar. Ég hef sjálf lært að það sem aðskilur okkur frá öðrum er í raun það sem gerir okkur fallegar – og það er það sem ég vil miðla. Mig langar að sýna stelpum að þær þurfa ekki að passa inn í neinn ramma eða breyta sér til að tilheyra; það að vera maður sjálfur er alltaf það sem skín skærast. Ef ég fengi tækifærið að verða Ungfrú Ísland Teen myndi ég leggja mig fram við að vera fyrirmynd sem er ekki fullkomin, heldur klár, skemmtileg og sterk stelpa – sú fyrirmynd sem ég hefði sjálf viljað sjá þegar ég var yngri. Aðsend Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég held að það sem greini mig frá öðrum keppendum sé reynslan mín og hvernig ég hef lært að snúa áskorunum í styrkleika. Ég trúi því að sjálfstraust byggist ekki á fullkomnun, heldur á því að þora að vera maður sjálfur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta áskorun kynslóðar minnar sé aukin pressa og kvíði sem fylgir hraða samfélagsins og samfélagsmiðlum. Það er mikilvægt að við lærum að setja mörk, rækta sjálfsmyndina og styðja hvert annað í að vera heilbrigð bæði andlega og líkamlega. Og hvernig mætti leysa það? Lausnin felst í því að rækta meiri samkennd, opna umræðuna og skapa öruggt rými þar sem við getum rætt tilfinningar án fordóma. Þegar við stöndum saman verður enginn eftir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fólk mun alltaf hafa skoðanir á öllu, og það sem öðrum finnst um mig eða það sem ég geri kemur mér einfaldlega ekki við. Ég tel að orðið „fegurðarsamkeppni“ lýsi ekki rétt þessari frábæru upplifun, sérstaklega miðað við hefðbundnar keppnir. Að fá tækifæri til að kynnast þessum æðislegu stelpum og teyminu er eitthvað sem fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir, en það er miklu mikilvægara en kóróna. Auðvitað er gaman að vinna, en ég legg áherslu á að meta mína eigin frammistöðu á sviðinu og að vera ánægð – það er það eina sem skiptir máli.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”