Innlent

Götulokanir vegna kvennaverkfalls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmenni mætti á Arnarhól í kvennaverkfalli árið 2023.
Fjölmenni mætti á Arnarhól í kvennaverkfalli árið 2023. Vísir/Vilhelm

Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október. Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá tíu að morgni til fimm síðdegis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Framkvæmdastjórn Kvennaárs boðar til verkfallsins en á föstudaginn verða fimmtíu ár liðin frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Dagskrá kvennaverkfallsins í ár verður tvíþætt; fyrri hlutinn er söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og sá seinni er útifundur við Arnarhól. 

Áætlaðar lokanir í miðborginni á föstudaginn.

Fjöldi kvenna og kvára tóku þátt útifundinum á Arnarhóli í fyrra og búast skipuleggjendur við enn meiri þátttöku í ár vegna tímamótanna.

Einhverjar raskanir verða á ferðum strætó en upplýsingar um þær eru sagðar verða aðgengilegar á heimasíðu Strætó í vikunni. Þá er fólk sem kemur á bíl í miðborgina hvatt til að nýta sér bílastæðahúsin.


Tengdar fréttir

Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag.

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upp­lifa svona rosa­legt bak­slag“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. 

Boða aftur til kvenna­verk­falls fimmtíu árum eftir það fyrsta

Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×