Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2025 20:05 Sævar Helgason, skólastjóri (fyrir miðju), ásamt Pétri G. Markan, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar (t.v.) og Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands þegar opna húsið var í skólanum 17. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira