Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 22:00 Jack Nicklaus var kallaður Gullbjörninn enda í sérflokki í golfheiminum á meðan hann var upp á sitt besta. Getty/Andy Lyon Sigursælasti kylfingur sögunnar vinnur ekki aðeins á golfvöllunum heldur einnig í dómsölunum. Jack Nicklaus fagnaði sigri í meiðyrðamáli í Flórídafylki. Kviðdómur í Flórída-fylki dæmdi Jack Nicklaus fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur á mánudaginn í meiðyrðamálsókn sinni gegn Nicklaus Companies, sem er fyrirtæki í eigu milljarðamæringsins Howard Milstein. Hinn 85 ára gamli Nicklaus höfðaði málið vegna yfirlýsinga sem Milstein og aðrir starfsmenn Nicklaus Companies gáfu í fyrri málaferlum fyrir dómstóli í New York. Niðurstaðan eru sex milljarðar íslenskra króna í miskabætur. 🚨🐻💰 JUST IN — A Florida jury has awarded 18-time Major Champion Jack Nicklaus $50M dollars in his defamation lawsuit against Nicklaus company employees who had claimed the Golden Bear was secretly negotiating a $750M deal to become the face of LIV Golf, among other claims. pic.twitter.com/7sGnHauYjR— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) October 21, 2025 Í meiðyrðamálsókninni hélt Nicklaus því fram að stefndu hefðu gefið í skyn að hann hefði íhugað 750 milljóna dollara samning um að verða andlit LIV Golf League, sem er fjármögnuð af aðilum í Sádi-Arabíu. Þeir áttu síðan að hafa dreift þessum fölsku fullyrðingum til fjölmiðla. Jack Nicklaus vann 117 golfmót á ferlinum og þar af vann hann átján sinnum risamót eða fleiri en nokkur annar kylfingur í sögunni. „Það er alltaf erfitt í meiðyrðamálum að sanna tjón á mannorði, því sérstaklega fyrir mann eins og Jack,“ sagði lögmaður Nicklaus, Eugene Stearns, við ESPN á mánudag. „Ég held að það sem skipti mestu máli hafi verið að deilan sem kom upp fyrir þremur og hálfu ári síðan, þegar fyrirtækið sagði heiminum að Jack væri að selja PGA mótaröðina fyrir sádiarabíska golfið, þegar það var ekki satt. Þannig að við erum ánægð með að réttlæti hafi sigrað,“ sagði Stearns. Í dómsskjölum skrifuðu lögmenn kylfingsins að embættismaður Nicklaus Companies hefði beðið hann um að hitta fulltrúa Golf Saudi árið 2021 um hönnun golfvallar í Sádi-Arabíu. Á þeim fundi komst Nicklaus að því að Sádarnir vildu að hann tæki að sér forystuhlutverk í LIV Golf. „Samkvæmt Nicklaus hafði hann engan áhuga á tilboðinu og hafnaði því að hann teldi PGA-mótaröðina vera mikilvægan hluta af arfleifð sinni og ef PGA væri ekki hlynnt nýrri deild vildi hann ekki taka þátt,“ segir í dómsskjölunum. A Florida jury delivered a $50 million verdict to Jack Nicklaus in his defamation suit against Nicklaus Companies, the enterprise now controlled by billionaire banker Howard Milstein.More details: https://t.co/Vmi2pm06rX pic.twitter.com/YiyWt53LEA— Golf Digest (@GolfDigest) October 21, 2025 Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kviðdómur í Flórída-fylki dæmdi Jack Nicklaus fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur á mánudaginn í meiðyrðamálsókn sinni gegn Nicklaus Companies, sem er fyrirtæki í eigu milljarðamæringsins Howard Milstein. Hinn 85 ára gamli Nicklaus höfðaði málið vegna yfirlýsinga sem Milstein og aðrir starfsmenn Nicklaus Companies gáfu í fyrri málaferlum fyrir dómstóli í New York. Niðurstaðan eru sex milljarðar íslenskra króna í miskabætur. 🚨🐻💰 JUST IN — A Florida jury has awarded 18-time Major Champion Jack Nicklaus $50M dollars in his defamation lawsuit against Nicklaus company employees who had claimed the Golden Bear was secretly negotiating a $750M deal to become the face of LIV Golf, among other claims. pic.twitter.com/7sGnHauYjR— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) October 21, 2025 Í meiðyrðamálsókninni hélt Nicklaus því fram að stefndu hefðu gefið í skyn að hann hefði íhugað 750 milljóna dollara samning um að verða andlit LIV Golf League, sem er fjármögnuð af aðilum í Sádi-Arabíu. Þeir áttu síðan að hafa dreift þessum fölsku fullyrðingum til fjölmiðla. Jack Nicklaus vann 117 golfmót á ferlinum og þar af vann hann átján sinnum risamót eða fleiri en nokkur annar kylfingur í sögunni. „Það er alltaf erfitt í meiðyrðamálum að sanna tjón á mannorði, því sérstaklega fyrir mann eins og Jack,“ sagði lögmaður Nicklaus, Eugene Stearns, við ESPN á mánudag. „Ég held að það sem skipti mestu máli hafi verið að deilan sem kom upp fyrir þremur og hálfu ári síðan, þegar fyrirtækið sagði heiminum að Jack væri að selja PGA mótaröðina fyrir sádiarabíska golfið, þegar það var ekki satt. Þannig að við erum ánægð með að réttlæti hafi sigrað,“ sagði Stearns. Í dómsskjölum skrifuðu lögmenn kylfingsins að embættismaður Nicklaus Companies hefði beðið hann um að hitta fulltrúa Golf Saudi árið 2021 um hönnun golfvallar í Sádi-Arabíu. Á þeim fundi komst Nicklaus að því að Sádarnir vildu að hann tæki að sér forystuhlutverk í LIV Golf. „Samkvæmt Nicklaus hafði hann engan áhuga á tilboðinu og hafnaði því að hann teldi PGA-mótaröðina vera mikilvægan hluta af arfleifð sinni og ef PGA væri ekki hlynnt nýrri deild vildi hann ekki taka þátt,“ segir í dómsskjölunum. A Florida jury delivered a $50 million verdict to Jack Nicklaus in his defamation suit against Nicklaus Companies, the enterprise now controlled by billionaire banker Howard Milstein.More details: https://t.co/Vmi2pm06rX pic.twitter.com/YiyWt53LEA— Golf Digest (@GolfDigest) October 21, 2025
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira