Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar 22. október 2025 07:31 Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun