Veður

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er éljum eða skafrenningi á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.
Spáð er éljum eða skafrenningi á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu eitt til sex stig að deginum, en víða vægt frost í nótt. Spáð er éljum eða skafrenningi á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.

Gular viðvaranir vegna hríðar eru í gild á Austurlandi og Austfjörðum og vegna vinds á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Lægðin fjarlægist með kvöldinu og fer þá að draga úr vindi og úrkomu.

„Á morgun, fimmtudag blæs áfram norðanátt með stöku éljum austanlands, en annars mun hægari vindur og bjart með köflum. Annað kvöld nálgast minniháttar úrkomusvæði úr vestri og gengur á land á Vestfjörðum. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða vægt frost að næturlagi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings

Spákort fyrir klukkan 14.Veður

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast austast. Dálítil él á Norður- og Austurlanid, en annars víða léttskýjað. Vestlægari og dálítil slydda eða rigning á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig.

Á föstudag: Norðvestlæg eða beytileg átt, 3-10 m/s dálítil slydda eða rigning vestantil og hiti 0 til 4 stig, en annars úrkomulítið og frost 0 til 5 stig.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hægviðri og þykknar upp, en gengur í austan 8-15 m/s með snjókomu sunnan- og vestantil um kvöldið. Frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag og mánudag: Fremur hæg breytileg átt og dálítil slydda eða él á víð og dreif með hita nærri frostmarki.

'Á þriðjudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða slyddu og kólnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×