Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 13:17 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira