Handbolti

Allt jafnt í bikarslag ís­lensku stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar náðu að tryggja sér jafntefli í blálokin.
Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar náðu að tryggja sér jafntefli í blálokin. vísir/Hulda Margrét

Íslendingaliðin Sävehof og Skara gerðu jafntefli í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar.

Leikurinn endaði með 32-32 jafntefli eftir Nina Dano jafnaði fyrir heimakonur í Sävehof þegar aðeins sex sekúndur voru eftir.

Skara var tveimur mörkum yfir, 30-28, þegar sjö mínútur voru eftir en Sävehof tókst að vinna það upp á æsispennandi lokamínútum.

Elín Klara Þorkelsdóttir spilar með Sävehof en þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir eru í liði Skara.

Elín Klara skoraði þrjú mörk í kvöld en Aldís Ásta skoraði eitt mark. Lena Margrét komst ekki á blað. Tvö af mörkum Elínar komu úr vítum.

Það var ekki framlengt heldur ráðast úrslitin í seinni leiknum sem fer fram á heimavelli Skara 2. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×