Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2025 06:39 Leigan er dýrust í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Einar Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25