Innlent

„Konu“ tón­leikar í Hvolnum á Hvols­velli í kvöld

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona á Hvolsvelli, sem er allt í öllu varðandi tónleikana í kvöld, sem hefjast klukkan 20:00 í Hvolnum á Hvolsvelli.
Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona á Hvolsvelli, sem er allt í öllu varðandi tónleikana í kvöld, sem hefjast klukkan 20:00 í Hvolnum á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í kvöld því þá ætla konur úr Rangárþingi að halda tónleika Í Hvolnum í tilefni kvennafrídagsins. Stúlknakórinn Æði mun meðal annars koma fram , Kvennakórinn Ljósbrá og sönghópurinn Nikkólínur.

Það er meira og minna alls staðar eitthvað að gerast í dag vegna kvennafrídagsins en nú eru jú 50 ár frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur. Konur í Rangárþingi ætla ekki að láta sitt eftir liggja og hafa skipulagt heilmikla kvenna tónleika í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld. Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona á Hvolsvelli er allt í öllu varðandi tónleikana.

„Það verpa tónleikar sem heita „Konur“ þar sem að eingöngu konur koma fram, konur, sem syngja og konur, sem spila. Kvennahljómsveitir, kvennahópar og kvennakór,“ segir Ingibjörg og bætir við.

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og búið að vera ofboðslega skemmtilegt að vinna í þessum undirbúningi því það er í rauninni sama við hverja ég talaði við, þær voru allar tilbúnar.“

Von er á fjölda gesta á tónleika kvöldsins í Hvolnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ingibjörg segir að allir séu velkomnir að mæta í kvöld, ekki bara konur.

„Já, allir velkomnir, karlar, konur og kvár“.

En aff hverju ætti fólk að koma?

„Bara til að koma og gleðjast og sjá hvað konur geta gert því þetta eru allt svo magnaðar konur“, segir Ingibjörg.

Dagskrá kvöldsins verður mjög fjölbreytt af alls konar tónlistaratriðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×