Sport

„Við erum ekki á góðum stað“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Baldur Þór, þjálfari Stjörnunar, fer yfir málin.
Baldur Þór, þjálfari Stjörnunar, fer yfir málin. Vísir/Guðmundur

ÍR sigraði Stjörnuna 91-93  í fjórðu umferð Bónus deildar karla í kvöld. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni byrjaðu leikinn afskaplega vel en viðsnúningur ÍR-inga varð þeim að falli.

„Það var margt sem fór úrskeiðis. Við verðum hikandi og hittnin verður rosalega léleg aftur. Þeir fá sjálfstraust og varnarlega erum við ekki nógu góðir,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur eftir leik kvöldsins.

Stjarnan fer á Sauðárkrók í næstu umferð og mætir þar Tindastóli. Stjarnan hefur unnið einn leik af fjórum og Íslandsmeistararnir þurfa að finna svör við frammistöðu sinni.

„Við þurfum að vinna í helling fyrir næsta leik. Við erum ekki á góðum stað. Við þurfum að hreyfa boltann betur, ná betur saman sóknarlega, og varnarlega erum við ekki að finna „identity“og erum við út um allan völl. Það er fullt sem við þurfum að gera betur og við þurfum að vinna í því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×