Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 13:38 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær. Vísir/Anton Brink Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira