Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 15:14 „Öfgadæmin“ hafa vakið mesta athygli í umræðunni um áminningarskyldu, segir foreti ASÍ. Samsett Mynd Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“ Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira