„Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:50 Lárus Orri Sigurðsson sá til þess að Skagamenn héldu sæti sínu í efstu deild. Vísir/Anton Lárus Orri Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá karlaliði ÍA í fótbolta í lok júní fyrr í sumar en þá var liðið í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Skagaliðið vann sigur gegn Aftureldingu í lokaumferð deildarinnar og kórónaði þar góðan lokakafla liðsins sem tryggir vera þeirra í efstu deild. „Þetta var góð frammistaða og flott svar við afar slökum leik á móti KA í síðustu umferð deildarinnar. Við vildum enda þetta á jákvæðum nótum og þetta var flottur lokapunktur á góðum endaspretti hjá okkur,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sáttur við gott dagsverk. „Það voru margir leikmenn sem spiluðu vel í þessum leik. Ísak Máni og Haukur Andri voru flottir inni á miðsvæðinu og það var gaman að sjá Gabríel Snæ skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Það var kominn tími á það eftir góða spilamennsku hans í undanförnum leikjum,“ sagði Lárus Orri um lærisveina sína. Lárus Orri færði Rúnar Má í varnarlínuna hjá Skagaliðinu eftir hann tók við liðinu. Sú ákvörðun tókst vel upp og færði liðinu festu og ró í varnarleikinn: „Rúnar Már er auðvitað enginn miðvörður og hann var að spila sína fyrstu leiki svona aftarlega á vellinum. Rúnar er bara svo reynslumikill leikmaður að hann leysti það verkefni bara frábærlega og þetta reyndist happadrjúgt.“ Lárus Orri framlengdi samning sinn við Skagamenn til ársins 2027 á dögunum og hann segir framtíðina vera bjarta á Skaganum: „Við erum með ungt lið sem klárar þennan leik í dag og sem dæmi má nefna Jón Breka sem kom flottur inn á miðsvæðið. Félagið hefur sett markvissa vinnu í að ná í unga og efnilega leikmenn frá öllu landinu síðustu misseri og það er unnið gott starf hvað varðar unga og efnilega leikmenn sem vilja koma hingað í gott umhverfi. Nú tekur við nokkura daga frí hjá mér og svo fer ég að skipuleggja næstu leiktíð,“ sagði Lárus um framhaldið. Besta deild karla ÍA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Þetta var góð frammistaða og flott svar við afar slökum leik á móti KA í síðustu umferð deildarinnar. Við vildum enda þetta á jákvæðum nótum og þetta var flottur lokapunktur á góðum endaspretti hjá okkur,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sáttur við gott dagsverk. „Það voru margir leikmenn sem spiluðu vel í þessum leik. Ísak Máni og Haukur Andri voru flottir inni á miðsvæðinu og það var gaman að sjá Gabríel Snæ skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Það var kominn tími á það eftir góða spilamennsku hans í undanförnum leikjum,“ sagði Lárus Orri um lærisveina sína. Lárus Orri færði Rúnar Má í varnarlínuna hjá Skagaliðinu eftir hann tók við liðinu. Sú ákvörðun tókst vel upp og færði liðinu festu og ró í varnarleikinn: „Rúnar Már er auðvitað enginn miðvörður og hann var að spila sína fyrstu leiki svona aftarlega á vellinum. Rúnar er bara svo reynslumikill leikmaður að hann leysti það verkefni bara frábærlega og þetta reyndist happadrjúgt.“ Lárus Orri framlengdi samning sinn við Skagamenn til ársins 2027 á dögunum og hann segir framtíðina vera bjarta á Skaganum: „Við erum með ungt lið sem klárar þennan leik í dag og sem dæmi má nefna Jón Breka sem kom flottur inn á miðsvæðið. Félagið hefur sett markvissa vinnu í að ná í unga og efnilega leikmenn frá öllu landinu síðustu misseri og það er unnið gott starf hvað varðar unga og efnilega leikmenn sem vilja koma hingað í gott umhverfi. Nú tekur við nokkura daga frí hjá mér og svo fer ég að skipuleggja næstu leiktíð,“ sagði Lárus um framhaldið.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira