Handbolti

Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunar­markið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Blær Hinriksson skoraði þrjú fyrir Leipzig í kvöld.
Blær Hinriksson skoraði þrjú fyrir Leipzig í kvöld. leipzig

Blær Hinriksson skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig er liðið gerði 28-28 jafntefli gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikur liðanna var jafn og spennandi frá upphafi til enda, en heimamenn í Bergischer, þar sem Arnór Þór Gunnarsson er í þjálfarateyminu, leiddu með einu marki í háflleik, 15-14.

Áfram var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn þó yfirleitt skrefinu framar. Þegar tæp mínúta var eftir af leiknum leiddi Bergischer með einu marki þegar Blær og félagar héldu í sókn.

Blær kom boltanum niður í horn þegar tæpar 40 sekúndur voru til leiksloka og þaðan skoraði Tom Koschek og jafnaði metin. Heimamönnum tókst ekki að nýta síðustu sókn sína í leiknum og niðurstaðan varð því 28-28 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×