Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2025 23:31 Birna Þórisdóttir lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands. vísir/bjarni Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. Í nýjasta tölublaði Neytendasamtakanna er fjallað um umfangsmikla rannsókn Which, bresku neytendasamtakanna, á mat fyrir börn frá sex mánaða til þriggja ára sem sýnir að tilbúinn matur verði sífellt stærri hluti af mataræði ungbarna. Fjölmargar tegundir barnamatar í Bretlandi og Noregi uppfylli ekki kröfur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um næringu og ábyrga markaðssetningu. Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af svipaðri þróun hér á landi enda flestar vörutegundir innfluttar. „Við erum með mikið af mat í pokum eða skvísum og síðan er að aukast mjög mikið úrval af svona fingramat, sem er þá matur sem börnin geta týnt upp í sig sjálf,“ segir Birna. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er neysla skvísa og annarra tilbúinna vara talsverð hér á landi. Mörg níu mánaða börn neyti þess konar matar jafnvel daglega. Það sé mikilvægt að börn venjist því að handleika mat og sjá hann. Þá hefur sæta í barnamat aukist töluvert síðustu ár. „Ef þetta er sogið bara beint upp úr skvísunni þá tapast mikið af skynjuninni sem fylgir því venjulega að borða. Það er áhyggjuefni. Það hafa rannsóknir sýnt að það tengist auknum líkum á matvendni þegar fram líður,“ segir hún. Skvísurnar geti þannig verið þroskaþjófar. „Leikskólakennarar hafa alveg talað um það að fá til sín börn sem eru orðin tveggja ára og kunna ekki að borða með skeið og gafli. Það skiptir auðvitað máli að mataræðið sé fjölbreytt og að helst sé verið að nota venjulegan mat sem fjölskyldan öll er að borða.“ Hún kallar eftir strangari reglum um gæði barnamatar. „Að gæðin séu þannig að við getum bara treyst því að þetta sé matur sem er góður fyrir þessi kríli.“ Börn og uppeldi Matur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Neytendasamtakanna er fjallað um umfangsmikla rannsókn Which, bresku neytendasamtakanna, á mat fyrir börn frá sex mánaða til þriggja ára sem sýnir að tilbúinn matur verði sífellt stærri hluti af mataræði ungbarna. Fjölmargar tegundir barnamatar í Bretlandi og Noregi uppfylli ekki kröfur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um næringu og ábyrga markaðssetningu. Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af svipaðri þróun hér á landi enda flestar vörutegundir innfluttar. „Við erum með mikið af mat í pokum eða skvísum og síðan er að aukast mjög mikið úrval af svona fingramat, sem er þá matur sem börnin geta týnt upp í sig sjálf,“ segir Birna. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er neysla skvísa og annarra tilbúinna vara talsverð hér á landi. Mörg níu mánaða börn neyti þess konar matar jafnvel daglega. Það sé mikilvægt að börn venjist því að handleika mat og sjá hann. Þá hefur sæta í barnamat aukist töluvert síðustu ár. „Ef þetta er sogið bara beint upp úr skvísunni þá tapast mikið af skynjuninni sem fylgir því venjulega að borða. Það er áhyggjuefni. Það hafa rannsóknir sýnt að það tengist auknum líkum á matvendni þegar fram líður,“ segir hún. Skvísurnar geti þannig verið þroskaþjófar. „Leikskólakennarar hafa alveg talað um það að fá til sín börn sem eru orðin tveggja ára og kunna ekki að borða með skeið og gafli. Það skiptir auðvitað máli að mataræðið sé fjölbreytt og að helst sé verið að nota venjulegan mat sem fjölskyldan öll er að borða.“ Hún kallar eftir strangari reglum um gæði barnamatar. „Að gæðin séu þannig að við getum bara treyst því að þetta sé matur sem er góður fyrir þessi kríli.“
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira