Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 10:16 Þessir husky-hundar njóta þess að hlaupa um í snjónum. Anna Rakel Pétursdóttir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. „Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins. Veður Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins.
Veður Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira