Menning

Cecilie tekur við af Auði

Atli Ísleifsson skrifar
Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede.
Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede.

Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025.

Í tilkynningu á vef Myndlistarstöðvar segir að Cecilie taki við starfinu af Auði Jörundsdóttur sem hafi stýrt Myndlistarmiðstöð frá 2019.

„Cecilie hefur starfað sem verkefnastjóri safneignar og rannsókna hjá Gerðarsafni síðan 2020 og hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs frá 2023. Hún vann áður sem fag- og verkefnastjóri hjá rekstrarfélagi Sarps. Tvö rannsóknar-, útgáfu- og sýningaverkefni hennar hjá Gerðarsafni eru nú á lokastigi og lýkur með sýningum sem verða opnaðar á næsta ári.

Cecilie leiddi heildarendurskipulagningu gagnasafns Gerðarsafns sem ráðgjafi 2020-2022 og hefur stýrt margvíslegum verkefnum á safna- og listasviðinu undanfarin ár.

Cecilie er menntaður listfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með tvær meistaragráður í verkefnastjórnun og menningarfræði frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.