Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 20:25 Líf Magneudóttir er fulltrúi VG í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa. Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa.
Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira