Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. október 2025 14:31 Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Húsnæðismál Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun