Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar 31. október 2025 07:03 Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun