Lífið

Nýr skemmti- og spjall­þáttur á Sýn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fannar og Benni eru mennirnir á bak við þáttinn.
Fannar og Benni eru mennirnir á bak við þáttinn.

Skemmtiþáttur vetrarins Gott kvöld er á leiðinni í loftið á Sýn og það er nú ekki lið af verri endanum sem mun stjórna þessum þætti.

„Þetta verður bara svona þáttur fyrir alla, skemmtiþáttur. Það verður tónlist, það verður uppistand, það verður gleði, það verður gaman, það verða innslög, bara allt fyrir alla,“ segir Fannar Sveinsson, einn af þeim sem standa á bak við þættina.

Sveitin Bandmenn verður ávallt með á sviðinu og spila þeir hvaða lag sem er, lög sem gestirnir vilja til að mynda heyra og fékk Sindri Sindrason þá til að taka lagið „Piano Man“ og gekk það eins og í sögu.

„Við grípum oft í míkrafóninn með alls konar fólki,“ segir Benedikt Valsson sem er einnig partur af teyminu á bak við þættina.

„Gestirnir skilja að þau geti dottið í söng ef þau vilja. En það er engin krafa,“ segir Fannar.

Um er að ræða þátt fyrir alla fjölskylduna.

„Þetta er samt ekki bara tónlistarþáttur. Við tölum líka um Benna, hann er þáttastjórnandinn. Þetta er svona íslenskur spjall- og skemmtiþáttur sem við þekkjum, bara Gísli Marteinn á RÚV. Þetta er á Sýn, í þeim anda,“ segir Fannar og bætir við að alltaf sé stutt í Hraðfréttastílinn þar sem þeir eru með það í blóðinu. Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.