Íhugar ekki stöðu sína Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. október 2025 14:40 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. Greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjöf hafa verið til umræðu undanfarna daga. Á síðustu fimm árum hefur embættið greitt Intru, og þar af leiðandi eina starfsmanni þess, Þórunni Óðinsdóttur, alls 160 milljónir króna að virðisaukaskatti meðtöldum, fyrir ráðgjöf hennar. Tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins fór að grennslast um málið í maí síðastliðnum var Þórunn ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Að sama skapi var nokkrum sagt upp hjá embættinu vegna rekstrarhalla þess. Í gær tilkynnti Ríkislögreglustjóri að ráðningarsamningur Þórunnar yrði ekki endunýjaður. Þarf að taka til Í morgun birti dómsmálaráðuneytið tilkynningu á vef sínum vegna úttektar á fjármálum Ríkislögreglustjóra, sem ráðist var í þegar rekstrarniðurstaða embættisins vegna ársins 2024 lá fyrir. Þar segir að Ríkislögreglustjóri þurfi að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir og láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skili ekki nægum árangri. Styrkja þurfi stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. „Hefðum átt að standa okkur betur“ Sigríður Björk hefur þangað til í dag ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hún gengst nú í samtali við fréttastofu við því að mistök hafi verið gerð í tengslum við greiðslur til Intra ráðgjafar. Embættið hafi í fjölda ára nýtt sér þjónustu fyrirtækisins, sem telur sem áður segir aðeins einn starfsmann, Þórunni Óðinsdóttur, og greiðslur til þess hafi aldrei verið svo háar að keypt þjónusta hafi náð því að vera útboðsskyld. Það hafi aftur á móti gerst árið 2023, án þess að embættið gerði sér grein fyrir því. „Við sjáum það að við hefðum átt að standa okkur betur í þessu. Við vorum farin að taka eftir því hvað þessir reikningar voru háir en þetta hefur alltaf verið í neyðarástandi. Þegar við fáum að vita það að við þurfum að flytja alla starfsemina út á tveimur dögum, við erum að tala um tölvukerfi, það eru mjög margir starfsmenn, þetta er allt trúnaðarmerkt. Þetta er mjög flókin aðgerð og hún tók þetta að sér. Satt að segja vissum við ekki hvað þetta yrði mikið,“ segir hún. Intra ráðgjöf fékk til að mynda ellefu milljónir króna í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Úr tæpum fjórum milljörðum í tólf Sigríður Björk segir greiðslur til Intra ekki skýra mikinn hallarekstur embættisins á síðasta ári, þrátt fyrir að þær bætist vissulega við hann. Áramótin 2023 og 2024 hafi rekstur Ríkislögreglustjóra komið út í 200 milljóna króna plús. „Árið eftir erum við meira en milljarð í mínus. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og við vöktum strax athygli okkar ráðuneytis og ráðherra á þessu. Við erum búin að vera að vinna að þessu í sameiningu allt þetta ár, að finna einhverjar lausnir.“ Meðal ástæðna sem hún nefnir er breytt ástand í heiminum almennt, 290 milljónir sem hafi farið í öryggisgæslu æðstu ráðamanna og 390 milljónir í heimsókn Norðurlandaráðs og Úkraínuforseta til landsins. Mismunandi sé hvort slík verkefni Ríkislögreglustjóra fáist greidd úr öðrum sjóðum en embættisins og ef svo, að hversu miklu leyti. „Það eru skýringar á þessu. Ég er ekki að reyna að afsaka þetta, bara að útskýra. Embættið er flókið. Það velti ekki nema rétt tæplega fjórum milljörðum en var síðan með heildarveltu upp á tólf milljarða. Þetta er ofboðsleg aukning á stuttum tíma. Við erum svolítið eins og harmonikka, förum út og inn.“ Sigríður Björk lýsir embætti sínu sem harmonikku.Vísir/Stefán Ríkisendurskoðandi skoðar málið Hún hafi átt gott samtal við Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda í dag og hann ætli að skoða það hvort það sé ekki rétt að Ríkisendurskoðun fari ofan í kjölinn á fjármálum embættisins. „Ég tel rétt að í staðinn fyrir að vera að rökræða það, í fjölmiðlum eða annars staðar, hvað var greitt og hvað ekki, þá finnst mér eðlilegt að ríkisendurskoðandi geti sest yfir þetta mál og skoðað þetta. Hvað barst, hvað barst ekki, hver er skýringin? En fyrst og fremst, hvernig viljum við gera þetta í framtíðinni? Því að það getur ekki verið að við eigum að virka eins og einhver banki, sem er að greiða út til slökkviliða, til annarra lögregluembætta og svo er óvissa hvort við fáum þetta greitt eða ekki greitt.“ „Þetta er ekki úr Epal“ Sigríður Björk segir að það hafi alls ekki verið svo að reikningar frá Intra ráðgjöf hafi verið greiddir þegjandi og hljóðalaust. Umræða hafi til að mynda verið tekin vegna ferða Þórunnar í Jysk og valið á þeirri tilteknu verslun til að innrétta húsnæði embættisins. Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns Jysk á Íslandi. „Við erum með innkaupafulltrúa sem mat þetta með okkur og við mátum það þannig að þetta er áberandi ódýrasti kosturinn, það er enginn ódýrari kostur. Þetta var ekki mikið umfang sem við vorum að kaupa. Þetta eru þessi húsgögn, þetta er ekki úr Epal. Við vorum búin að ákveða það að næst þegar við flyttum, ef hún væri áfram hjá okkur í verktöku, myndi hún bara taka planið. Það sem gerðist í hinum tilvikunum, í flutningunum, er að hún tók líka framkvæmdina. Hún var ekki bara að plana, heldur tók hún framkvæmdina og stýrði stórum hópi. Þetta var gríðarleg vinna, ég hef aldrei séð annað eins.“ Engin persónuleg tengsl Meðal þess sem rætt hefur verið í tengslum við verktöku Þórunnar hjá embætti Sigríðar Bjarkar er hvort persónuleg tengsl séu á milli þeirra. Sigríður Björk segir það af og frá. Hún hafi séð fyrirlestur sem Þórunn hélt á meðan hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum og sett sig í samband við hana í kjölfarið. Hún hafi þá starfað í verktöku fyrir Lögreglustjórann á Suðurnesjum í tilraunaskyni. Tilraunin hafi gengið svo vel að hún hafi nýtt þjónustu hennar þegar hún var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og einnig eftir að hún tók við núverandi embætti árið 2020. „Það er ekkert annað en vinnusamband á milli okkar.“ Hefur ekki velt því fyrir sér að segja af sér Loks segir Sigríður Björk að hún hafi ekki íhugað stöðu sína í embætti vegna málsins. Raunar teldi hún alls ekki eðlilegt ef hún segði af sér. „Eins og ég benti á, við erum með tólf milljarða króna veltu, þetta er reikningur upp á þrjátíu milljónir á einu ári. Það er mjög margt sem hefur áunnist með þessum aðferðum og mikil sóun sem hefur minnkað við þetta. Þannig að ég sé ekki að þetta sé slíkt brot. Ég held að það gerist hjá öllum að það eru einhverjar útboðsreglur sem er ekki hægt að virkja, bara út frá hraðanum. Þetta tekur oft ofboðslega langan tíma og stundum þarf að fara strax í verkefnin.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjöf hafa verið til umræðu undanfarna daga. Á síðustu fimm árum hefur embættið greitt Intru, og þar af leiðandi eina starfsmanni þess, Þórunni Óðinsdóttur, alls 160 milljónir króna að virðisaukaskatti meðtöldum, fyrir ráðgjöf hennar. Tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins fór að grennslast um málið í maí síðastliðnum var Þórunn ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Að sama skapi var nokkrum sagt upp hjá embættinu vegna rekstrarhalla þess. Í gær tilkynnti Ríkislögreglustjóri að ráðningarsamningur Þórunnar yrði ekki endunýjaður. Þarf að taka til Í morgun birti dómsmálaráðuneytið tilkynningu á vef sínum vegna úttektar á fjármálum Ríkislögreglustjóra, sem ráðist var í þegar rekstrarniðurstaða embættisins vegna ársins 2024 lá fyrir. Þar segir að Ríkislögreglustjóri þurfi að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir og láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skili ekki nægum árangri. Styrkja þurfi stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. „Hefðum átt að standa okkur betur“ Sigríður Björk hefur þangað til í dag ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hún gengst nú í samtali við fréttastofu við því að mistök hafi verið gerð í tengslum við greiðslur til Intra ráðgjafar. Embættið hafi í fjölda ára nýtt sér þjónustu fyrirtækisins, sem telur sem áður segir aðeins einn starfsmann, Þórunni Óðinsdóttur, og greiðslur til þess hafi aldrei verið svo háar að keypt þjónusta hafi náð því að vera útboðsskyld. Það hafi aftur á móti gerst árið 2023, án þess að embættið gerði sér grein fyrir því. „Við sjáum það að við hefðum átt að standa okkur betur í þessu. Við vorum farin að taka eftir því hvað þessir reikningar voru háir en þetta hefur alltaf verið í neyðarástandi. Þegar við fáum að vita það að við þurfum að flytja alla starfsemina út á tveimur dögum, við erum að tala um tölvukerfi, það eru mjög margir starfsmenn, þetta er allt trúnaðarmerkt. Þetta er mjög flókin aðgerð og hún tók þetta að sér. Satt að segja vissum við ekki hvað þetta yrði mikið,“ segir hún. Intra ráðgjöf fékk til að mynda ellefu milljónir króna í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Úr tæpum fjórum milljörðum í tólf Sigríður Björk segir greiðslur til Intra ekki skýra mikinn hallarekstur embættisins á síðasta ári, þrátt fyrir að þær bætist vissulega við hann. Áramótin 2023 og 2024 hafi rekstur Ríkislögreglustjóra komið út í 200 milljóna króna plús. „Árið eftir erum við meira en milljarð í mínus. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og við vöktum strax athygli okkar ráðuneytis og ráðherra á þessu. Við erum búin að vera að vinna að þessu í sameiningu allt þetta ár, að finna einhverjar lausnir.“ Meðal ástæðna sem hún nefnir er breytt ástand í heiminum almennt, 290 milljónir sem hafi farið í öryggisgæslu æðstu ráðamanna og 390 milljónir í heimsókn Norðurlandaráðs og Úkraínuforseta til landsins. Mismunandi sé hvort slík verkefni Ríkislögreglustjóra fáist greidd úr öðrum sjóðum en embættisins og ef svo, að hversu miklu leyti. „Það eru skýringar á þessu. Ég er ekki að reyna að afsaka þetta, bara að útskýra. Embættið er flókið. Það velti ekki nema rétt tæplega fjórum milljörðum en var síðan með heildarveltu upp á tólf milljarða. Þetta er ofboðsleg aukning á stuttum tíma. Við erum svolítið eins og harmonikka, förum út og inn.“ Sigríður Björk lýsir embætti sínu sem harmonikku.Vísir/Stefán Ríkisendurskoðandi skoðar málið Hún hafi átt gott samtal við Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda í dag og hann ætli að skoða það hvort það sé ekki rétt að Ríkisendurskoðun fari ofan í kjölinn á fjármálum embættisins. „Ég tel rétt að í staðinn fyrir að vera að rökræða það, í fjölmiðlum eða annars staðar, hvað var greitt og hvað ekki, þá finnst mér eðlilegt að ríkisendurskoðandi geti sest yfir þetta mál og skoðað þetta. Hvað barst, hvað barst ekki, hver er skýringin? En fyrst og fremst, hvernig viljum við gera þetta í framtíðinni? Því að það getur ekki verið að við eigum að virka eins og einhver banki, sem er að greiða út til slökkviliða, til annarra lögregluembætta og svo er óvissa hvort við fáum þetta greitt eða ekki greitt.“ „Þetta er ekki úr Epal“ Sigríður Björk segir að það hafi alls ekki verið svo að reikningar frá Intra ráðgjöf hafi verið greiddir þegjandi og hljóðalaust. Umræða hafi til að mynda verið tekin vegna ferða Þórunnar í Jysk og valið á þeirri tilteknu verslun til að innrétta húsnæði embættisins. Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns Jysk á Íslandi. „Við erum með innkaupafulltrúa sem mat þetta með okkur og við mátum það þannig að þetta er áberandi ódýrasti kosturinn, það er enginn ódýrari kostur. Þetta var ekki mikið umfang sem við vorum að kaupa. Þetta eru þessi húsgögn, þetta er ekki úr Epal. Við vorum búin að ákveða það að næst þegar við flyttum, ef hún væri áfram hjá okkur í verktöku, myndi hún bara taka planið. Það sem gerðist í hinum tilvikunum, í flutningunum, er að hún tók líka framkvæmdina. Hún var ekki bara að plana, heldur tók hún framkvæmdina og stýrði stórum hópi. Þetta var gríðarleg vinna, ég hef aldrei séð annað eins.“ Engin persónuleg tengsl Meðal þess sem rætt hefur verið í tengslum við verktöku Þórunnar hjá embætti Sigríðar Bjarkar er hvort persónuleg tengsl séu á milli þeirra. Sigríður Björk segir það af og frá. Hún hafi séð fyrirlestur sem Þórunn hélt á meðan hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum og sett sig í samband við hana í kjölfarið. Hún hafi þá starfað í verktöku fyrir Lögreglustjórann á Suðurnesjum í tilraunaskyni. Tilraunin hafi gengið svo vel að hún hafi nýtt þjónustu hennar þegar hún var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og einnig eftir að hún tók við núverandi embætti árið 2020. „Það er ekkert annað en vinnusamband á milli okkar.“ Hefur ekki velt því fyrir sér að segja af sér Loks segir Sigríður Björk að hún hafi ekki íhugað stöðu sína í embætti vegna málsins. Raunar teldi hún alls ekki eðlilegt ef hún segði af sér. „Eins og ég benti á, við erum með tólf milljarða króna veltu, þetta er reikningur upp á þrjátíu milljónir á einu ári. Það er mjög margt sem hefur áunnist með þessum aðferðum og mikil sóun sem hefur minnkað við þetta. Þannig að ég sé ekki að þetta sé slíkt brot. Ég held að það gerist hjá öllum að það eru einhverjar útboðsreglur sem er ekki hægt að virkja, bara út frá hraðanum. Þetta tekur oft ofboðslega langan tíma og stundum þarf að fara strax í verkefnin.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira