Spánar­meistararnir halda í við topp­liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rashford var á skotskónum.
Rashford var á skotskónum. Alex Caparros/Getty Images

Barcelona lagði nýliða Elche 3-1 í La Liga, efstu deild karla í fótbolta á Spáni. Með sigrinum halda Spánarmeistararnir í skottið á toppliði Real Madríd.

Undrabarnið Lamine Yamal kom Börsungum yfir strax á 9. mínútu eftir undirbúning Alejandro Balde. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Ferrán Torres tvöfaldað forystuna en gestirnir gáfu sjálfum sér líflínu rétt áður en fyrri hálfleik lauk. Rafa Mir minnkaði muninn í 2-1 á 42. mínútu og spennandi síðari hálfleik framundan.

Fermín López hafði lagt upp annað mark Barcelona og hann var aftur á ferðinni þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Þá rataði sending López á hinn sjóðheita Marcus Rashford sem gulltryggði sigur Börsunga.

Lokatölur 3-1 og Barcelona með 25 stig að loknum 11 umferðum. Real trónir á toppnum með 30 stig á meðan Villareal er með 23 stig í 3. sæti og Atlético Madríd er með stigi minna sæti neðar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira