Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. október 2025 23:19 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í Stangarholti í Reykjavík þar sem enn er nokkuð um snjó á götum. SÝN Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum. Á meðan færð er orðin betri á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins eru margar húsagötur enn fullar af klaka og snjó. Í ljósi þessa getur það sums staðar verið áskorun fyrir ökumenn að keyra inn í göturnar. „Það verður líklega þokkalega hlýtt næsta tæpa sólarhringinn eða þarumbil og eitthvað gæti rignt líka þannig að það mun nú sjálfsagt einhver hluti af þessum klaka og snjó bráðna en það verður líklega mikið eftir,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á sjötta tímanum í kvöld. „Það gætir alveg frosið annað kvöld og ekki víst að það þiðni aftur fyrr en einhvern tímann á mánudag. Það væri skynsamlegt að hreinsa burtu það krap sem enn er á gönguleiðum um miðjan dag á morgun.“ Erfitt sé að berja á klakanum á meðan hann sé frosinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir því að það hlýni aftur í næstu viku og það verði í meginatriðum frostlaust nánast alla næstu viku. Geti staðið vikum saman Haraldur á því von á því að snjórinn og klakinn muni bráðna hægt og rólega. Ekki sé útlit fyrir asahláku þar sem ekki er spáð mikilli rigningu eða vindi. Það muni taka lengri tíma fyrir stóra snjóskafla að bráðna sem má meðal annars finna í íbúðagötum. „Svona hraukar þeir geta lifað vikum saman og það er ekkert sérstakt í kortunum sem bendir til þess að þeir séu alveg að fara,“ bætir Haraldur við. Hrekkjavakan fór fram í dag og var tekin sú ákvörðun í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu að fresta sælgætisirölti barna vegna veðurs og hálku. „Veðrið er í sjálfu sér þokkalegt núna og verður það líka á morgun en hálkan er núna og verður á morgun líka. Það er hugsanlegt að það verði búið að sanda eitthvað meira á morgun en í dag en það verður klaki á morgun líka,“ segir Haraldur að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira
Á meðan færð er orðin betri á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins eru margar húsagötur enn fullar af klaka og snjó. Í ljósi þessa getur það sums staðar verið áskorun fyrir ökumenn að keyra inn í göturnar. „Það verður líklega þokkalega hlýtt næsta tæpa sólarhringinn eða þarumbil og eitthvað gæti rignt líka þannig að það mun nú sjálfsagt einhver hluti af þessum klaka og snjó bráðna en það verður líklega mikið eftir,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á sjötta tímanum í kvöld. „Það gætir alveg frosið annað kvöld og ekki víst að það þiðni aftur fyrr en einhvern tímann á mánudag. Það væri skynsamlegt að hreinsa burtu það krap sem enn er á gönguleiðum um miðjan dag á morgun.“ Erfitt sé að berja á klakanum á meðan hann sé frosinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir því að það hlýni aftur í næstu viku og það verði í meginatriðum frostlaust nánast alla næstu viku. Geti staðið vikum saman Haraldur á því von á því að snjórinn og klakinn muni bráðna hægt og rólega. Ekki sé útlit fyrir asahláku þar sem ekki er spáð mikilli rigningu eða vindi. Það muni taka lengri tíma fyrir stóra snjóskafla að bráðna sem má meðal annars finna í íbúðagötum. „Svona hraukar þeir geta lifað vikum saman og það er ekkert sérstakt í kortunum sem bendir til þess að þeir séu alveg að fara,“ bætir Haraldur við. Hrekkjavakan fór fram í dag og var tekin sú ákvörðun í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu að fresta sælgætisirölti barna vegna veðurs og hálku. „Veðrið er í sjálfu sér þokkalegt núna og verður það líka á morgun en hálkan er núna og verður á morgun líka. Það er hugsanlegt að það verði búið að sanda eitthvað meira á morgun en í dag en það verður klaki á morgun líka,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira