„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:33 Senne Lammens hefur verið borinn saman við Peter Schmeichel af stuðningsmönnum Manchester United. Getty/ James Gill/Ross Kinnaird Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025 Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira