Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:13 Það er mikil pressa á Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir hræðilegt gengi síðustu vikna. EPA/RONALD WITTEK Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, neitaði að tjá sig um hvort samningaviðræður um framlengingu á samningi hans við Liverpool séu enn í gangi. Hann sagðist bara leggja áherslu á að hann einbeitti sér að því að koma liðinu aftur á sigurbraut. Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira