Enski boltinn

Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar fyrra marki sínu fyrir Blackburn Rovers í dag.
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar fyrra marki sínu fyrir Blackburn Rovers í dag. Getty/Andrew Kearns

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í öðrum leiknum sínum í röð í ensku B-deildinni í dag þegar lið hans Blackburn Rovers gerði góða ferð til Leicester.

Andri Lucas skoraði þá bæði mörk Blackburn í flottum 2-0 sigri á Leicester City en þetta var annar sigur liðsins í röð og kemur liðinu upp í nítjánda sæti deildarinnar.

Staðan er ekki góð hjá Leicester sem var að tapa þriðja deildarleiknum í röð en liðið er þó fjórum stigum og átta sætum fyrir ofan Blackburn sem byrjaði tímabilið ekki vel.

Andri Lucas kom til Blackburn Rovers í september og náði ekki að skora í fyrstu sex deildarleikjum sínum.

Klippa: Mörk Andra Lucasar gegn Leicester

Hann skoraði sigurmarkið á móti Southampton um síðustu helgi en markið hans kom á 86. mínútu.

Að þessu sinni skoraði Andri Lucas strax á 20. mínútu og kom Blackburn þar með í 1-0.

Fyrirgjöf fór af varnarmanni og féll fyrir Andra Lucas sem var réttur maður á réttum stað.

Þannig var staðan þar til á 63. mínútu þegar Andri bætti við öðru marki.

Mætti þá á nærstöngina og skoraði með föstu skoti upp í þaknetið eftir góðan undirbúning Ryan Alebiosu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×