Erlent

Stúlka fannst á lífi í kassa í óra­fjar­lægð frá heimili sínu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Stúlkans fannst á heimili manns í Pittsburgh.
Stúlkans fannst á heimili manns í Pittsburgh. Getty

Þrettán ára stúlka frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna fannst á í kassa á heimili manns, sem hún hafði kynnst á netinu, í Pennsylvaníuríki.

Samkvæmt lögreglu eru vísbendingar sem benda til þess að stúlkan hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Louisiana er eitt syðsta ríki Bandaríkjanna en Pennsylvanía er ansi norðarlega, og því umtalsverð fjarlægð þar á milli.

Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í vikunni. Hann heitir Ki-Shawn Crumity og er 26 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa samband við ólögráða barn með ólögmætum hætti, mansal og fyrir að spilla fyrir barni.

Heimili mannsins er í borginni Pittsburgh. Stúlkan mun hafa verið lokuð inni í kassa sem var falin með teppi eða laki.

Stúlkan mun hafa sagt lögreglu frá því sem átti sér stað. Hún hafi kynnst Crumity í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Hann hafi lofað að hjálpa henni að finna traustverðuga fullorðna manneskju til að ætleiða hana.

Hún hafi ferðast til Pittsburgh með rútu. Á heimili Crumity hafi hún gist í rúmi í kjallara ásamt honum og annarri konu, að hennar sögn. Hann hafi svo gefið henni fíkniefni og misnotað kynferðislega um viku skeið.

Tveir menn hafa einnig verið handteknir vegna málsins, en þeir eru grunaðir um að hjálpa Crumity við mansalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×