Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 09:00 Í nýrri útgáfu af Hamlet eru fjölmargar vísanir í samtímann; Charlie Kirk, samfélagsmiðlar, gervigreind, stríðsrekstur og líftækni meðal annars. Vísir/Anton Brink Það þarf bæði hugrekki og dálítinn skammt af brjáluðu sjálfstrausti til að takast á við stærsta harmleik sögunnar — og láta hann tala við samtímann. Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri gerir það í nýrri uppsetningu á Hamlet sem frumsýnd var í Borgarleikhúsið síðastliðið föstudagskvöld - þar sem hún teygir leikhúsformið, blandar götumáli við ljóðamál og spyr: Hvað þýðir „að vera eða ekki vera“ árið 2025? Kolfinna útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ fyrir níu árum en síðan þá hefur hún starfað sem höfundur, leikstjóri og tónlistarkona og vakti athygli fyrir nýstárlega nálgun og frumlega beitingu á íslenskri tungu með verki sínu The last kvöldmáltíð árið 2021 og hlaut sýningin fjórar tilnefningar til Grímunnar. Árið 2023 leikstýrði hún síðan verðlaunasýningunni Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu. Þar fór Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, með eitt af hlutverkunum. Í dag eru þau par og nú leikstýrir Kolfinna manni sínum í annað sinn þar sem Sigurbjartur leikur burðarhlutverkið, sjálfan Hamlet. Með önnur hlutverk fara síðan Berglind Alda Ástþórsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sólveig Arnarsdóttir og Vilhelm Neto. Formið teygt og togað Kolfinna átti sjálf frumkvæðið að því að Hamlet væri settur á svið í Borgarleikhúsinu. Fyrir tæpu einu og hálfu ári hafði hún samband við Brynhildi Guðjónsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, sem tók strax vel í hugmyndina. „Þetta er það sem ég vildi gera næst eftir Fedru. Ég vildi gera annan harmleik. Við Brynhildur höfðum verið að ræða saman um að ég myndi setja upp verk á komandi leikári, en hún var mjög hrifin af Ást Fedru og vildi fá mig í Borgarleikhúsið,“ segir Kolfinna í samtali við Vísi. Hamlet er frumraun Kolfinnu sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu.Vísir/Anton Brink Ég lagðist undir feld og undir honum var hvíslað í eyra mitt: „Hamlet.“ Mig hefur alltaf langað til þess að fást við klassík, en ef maður er leikhúsleikstjóri á annað borð, þá finnst mér að maður verði að gera Hamlet. Ég hringdi strax í Filippíu leikmynda- og búningahönnuð og mjög stuttu síðar vorum við mættar á fund með Brynhildi með pælingar okkar. Við vildum litla sviðið, okkur finnst það svo æðislegt svið. Brynhildur var strax sannfærð og við „handshakeuðum“ þetta á staðnum. Brynhildur tók margar áhættur í sinni leikhússtjóratíð og réð margar ungar konur í leikstjórastöður, á stóru og litlu sviðunum, sem hún á mikið hrós skilið fyrir.“ „Um er að ræða sýningu sem teygir formið eins langt og mögulegt er - á sama tíma og það stingur í samband við áhorfendur. Hamlet, í uppsetningu Kolfinnu, rannsakar þenslumörk leikhússins og spyr: Hvernig samsvarar heimsmynd Shakespeare okkar eigin í dag? Mannkynið, líkt og persónur verksins, lifir á umbrotatímum. Síbreytilegar líftæknilegar lausnir, óstöðugleiki í efnahagsmálum, pólitískur glundroði, fake news og blörruð framtíðarsýn - Að vera eða ekki vera?“ segir meðal annars í lýsingu verksins. Hamlet er ein kunnasta persóna leikhúsbókmenntanna, í senn elskaður og óbærilegur, réttsýnn og syndugur, tvístígandi á mörkum sjálfsskoðunar og sjálfsréttlætingar. „Þetta er verk sem lætur tíðarandann skoða sig í sjón og raun. Shakespeare talar um það innan verksins að þetta sé svo mikil konfrontasjón við leikhúsið, og stöðu þess. Það sem við erum búin að gera er að taka verkið og gera atlögu að því að tímaátta það; stinga því í samband við samtímann,” segir Kolfinna. „Í upprunalegu útgáfunni er Shakespeare með alls kyns „reffa“ í menningarsöguna, eins og til dæmis Tójustríðið, og endurskrifar búta úr því. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að tengja þetta við samtímann, finna út hvaða tengingu við höfum við verkið í dag. Í þessari nýju útgáfu erum við til dæmis mikið að vísa í poppkúltúr dagsins í dag, og í raun bara kúltúr í gegnum tíðina sem mér finnst passa inn í - það er mitt fingrafar, mitt „take“ á þessu. Að taka anda verksins og þýða hann, tímaátta hann til okkar í dag. Verkið er auðvitað mjög mikið á bundnu máli, við erum ekki að skauta algjörlega yfir í þessari útgáfu en við styðjumst líka við götumál, sem sagt blöndum saman nútímamáli og frumtexta.” Ekki bara saklaust fórnarlamb Kolfinna minnist á annað aðalkvenhlutverkið í Hamlet, Ófelíu, sem að þessu sinni er leikin af Berglindi Öldu Ástþórsdóttur. Hlutverkið er stórt í táknrænum og tilfinningalegum skilningi en Kolfinna nefnir að í aldanna rás hafi Ófelía í höndum leikstjóra verið fátt annað en órar. „Það er ekki hægt að sviðsetja sterka konu. Það er heldur ekki hægt að sviðsetja veika konu. Þangað til hún kom í hendur mínar og Berglindar Öldu. Við reyndum ekki að leysa persónuna heldur reyndum við að skilja hvernig hún virkar innan verksins, skilja það sem hún afhjúpar,“ segir hún. Kolfinna telur leikhús í dag vera staðnað að mörgu leyti.Vísir/Anton Brink „Ófelía hefur þannig séð ekki haft neitt „agency“. Ég er búin að stúdera og brjóta heilann um Ófelíu í marga mánuði og ég vildi aflétta þessum aldagömlu álögum af henni, aðlaga hana að nútímanum. Gera hana að öðru en bara fórnarlambi inni í aðstæðunum. Af því að það er lykillinn að jafnrétti; að sýna konur sem eru marglaga, sem eru með allt litrófið. Ófelía hefur oft verið sýnd sem voðalega saklaus kona en hún er það svo sannarlega ekki. Hún svíkur Hamlet, hún er að plotta líka með öllum, hún er alin upp í þessum heimi og er með sína bresti eins og allir aðrir. Hún er ekkert undanskilin, alveg eins og konur í raunveruleikanum; þær eru alls konar.” Frumsýningarvika eins og geðrof Líkt og fyrr segir þá leikur Sigurbjartur Sturla, sambýlismaður Kolfinnu, burðarhlutverkið í verkinu, sjálfan Hamlet. „Það hefur gengið mjög vel; þegar við mætum í vinnuna, þá erum við náttúrulega bara bæði fagmenn. Og það er svo mikið traust. Ég er bara mjög “at ease” með það að hann sé einn af leikurunum mínum. Þegar ég leikstýrði honum í Ást Fedru þá vorum við náttúrlega ekki byrjuð saman, við kynntumst þar sem fagmenn og við tökum það með okkur núna. Og við eigum faglegt samband, vinnusamband sem er mjög heilbrigt. En, en síðan náttúrlega í blálokin á æfingaferlinu, urðum við hvað minnst kærustupar. Það komu alveg tvö kvöld þar sem það sauð alveg verulega upp úr á milli okkar, þar sem við vorum bæði alveg á mörkunum og hengd upp á þráð og það endaði í einhverri sprengingu. Frumsýningarvika í leikhúsi er auðvitað bara algjört geðrof, þú ert með þetta hangandi yfir þér allan sólarhringinn og það er mjög erfitt að segja stopp. Þannig að „vinnuparið“ er alveg búið að taka soldið yfir en svo eftir frumsýningu kemur kærustuparið aftur.” Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýnisraddir um að hún hafi ráðið maka sinn í hlutverkið, í annað sinn. „Menn eru kannski hræddir um eitthvað nebódæmi, eða einhverja frændhygli. En málið er bara að þetta hérna hjá okkur er algjört match „made in heaven“. Og ég held að sem leikstjóri þá geti maður ekki látið sig dreyma um neitt betra en að finna fólk sem þú þráir og dýrkar að vinna með.“ Skemmtun sem skilur eftir sig Hamlet er skrifað fyrir meira en 400 hundruð árum. Það er því kannski ekkert skrítið að einhverjum finnist erfitt að tengja við prins í Danmörku sem talar í ljóðum við föðurdrauginn sinn á meðan hann velur á milli að vera eða ekki vera. Enn í dag lifir verkið og er reglulega sett upp víða um heim. Staðreyndin er þó sú að margir nútíma Íslendingar heyra orðið „Shakespeare“ og sjá fyrir sér verk sem eru þung, tormelt og óaðgengileg; finnst tungumálið vera fornt og flókið og setningarnar oft snúnar orðagjálfur. Kolfinna segist skilja það mjög vel. „Þarna er þetta rof. Ég hef heyrt talað svo mikið um rofið sem hefur átt sér stað milli fólksins og leikhússins, þetta er fílabeinsturn. Og stundum líður mér eins og fólk sem er að gera leikhús sé bara hreinlega ekki með Internetsamband í símunum sínum af því það er ekki í sambandi við það sem er að gerast þarna úti „on the streets.“ Þar af leiðandi stækkar þetta rof og fólki er ofboðið að fara og verða fyrir vonbrigðum og fá ekki það sem það vill fyrir peninginn. Leikhúsið er nánast alveg staðnað, og ég vil í alvöru gera mitt besta til að bæta úr því. Kolfinna vill brúa bilið milli fólksins og leikhússins.Vísir/Anton Brink En mig langar að brúa þetta bil, búa til „show“ sem er veisla fyrir augu og eyru og sálina. Búa til verk sem er skemmtun, þannig tegund af skemmtun að hún fyllir ekki bara upp í tóm eins og einhver Netflix-þáttur. Hamlet er alþýðuverk, þetta er sýning fyrir fólkið og mér er mjög umhugað um fólkið. Ég hef lagt upp með að gera Shakespeare aðgengilegan- en samt ekki á ódýran hátt.” Leikhús Menning Borgarleikhúsið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Kolfinna útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ fyrir níu árum en síðan þá hefur hún starfað sem höfundur, leikstjóri og tónlistarkona og vakti athygli fyrir nýstárlega nálgun og frumlega beitingu á íslenskri tungu með verki sínu The last kvöldmáltíð árið 2021 og hlaut sýningin fjórar tilnefningar til Grímunnar. Árið 2023 leikstýrði hún síðan verðlaunasýningunni Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu. Þar fór Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, með eitt af hlutverkunum. Í dag eru þau par og nú leikstýrir Kolfinna manni sínum í annað sinn þar sem Sigurbjartur leikur burðarhlutverkið, sjálfan Hamlet. Með önnur hlutverk fara síðan Berglind Alda Ástþórsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sólveig Arnarsdóttir og Vilhelm Neto. Formið teygt og togað Kolfinna átti sjálf frumkvæðið að því að Hamlet væri settur á svið í Borgarleikhúsinu. Fyrir tæpu einu og hálfu ári hafði hún samband við Brynhildi Guðjónsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, sem tók strax vel í hugmyndina. „Þetta er það sem ég vildi gera næst eftir Fedru. Ég vildi gera annan harmleik. Við Brynhildur höfðum verið að ræða saman um að ég myndi setja upp verk á komandi leikári, en hún var mjög hrifin af Ást Fedru og vildi fá mig í Borgarleikhúsið,“ segir Kolfinna í samtali við Vísi. Hamlet er frumraun Kolfinnu sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu.Vísir/Anton Brink Ég lagðist undir feld og undir honum var hvíslað í eyra mitt: „Hamlet.“ Mig hefur alltaf langað til þess að fást við klassík, en ef maður er leikhúsleikstjóri á annað borð, þá finnst mér að maður verði að gera Hamlet. Ég hringdi strax í Filippíu leikmynda- og búningahönnuð og mjög stuttu síðar vorum við mættar á fund með Brynhildi með pælingar okkar. Við vildum litla sviðið, okkur finnst það svo æðislegt svið. Brynhildur var strax sannfærð og við „handshakeuðum“ þetta á staðnum. Brynhildur tók margar áhættur í sinni leikhússtjóratíð og réð margar ungar konur í leikstjórastöður, á stóru og litlu sviðunum, sem hún á mikið hrós skilið fyrir.“ „Um er að ræða sýningu sem teygir formið eins langt og mögulegt er - á sama tíma og það stingur í samband við áhorfendur. Hamlet, í uppsetningu Kolfinnu, rannsakar þenslumörk leikhússins og spyr: Hvernig samsvarar heimsmynd Shakespeare okkar eigin í dag? Mannkynið, líkt og persónur verksins, lifir á umbrotatímum. Síbreytilegar líftæknilegar lausnir, óstöðugleiki í efnahagsmálum, pólitískur glundroði, fake news og blörruð framtíðarsýn - Að vera eða ekki vera?“ segir meðal annars í lýsingu verksins. Hamlet er ein kunnasta persóna leikhúsbókmenntanna, í senn elskaður og óbærilegur, réttsýnn og syndugur, tvístígandi á mörkum sjálfsskoðunar og sjálfsréttlætingar. „Þetta er verk sem lætur tíðarandann skoða sig í sjón og raun. Shakespeare talar um það innan verksins að þetta sé svo mikil konfrontasjón við leikhúsið, og stöðu þess. Það sem við erum búin að gera er að taka verkið og gera atlögu að því að tímaátta það; stinga því í samband við samtímann,” segir Kolfinna. „Í upprunalegu útgáfunni er Shakespeare með alls kyns „reffa“ í menningarsöguna, eins og til dæmis Tójustríðið, og endurskrifar búta úr því. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að tengja þetta við samtímann, finna út hvaða tengingu við höfum við verkið í dag. Í þessari nýju útgáfu erum við til dæmis mikið að vísa í poppkúltúr dagsins í dag, og í raun bara kúltúr í gegnum tíðina sem mér finnst passa inn í - það er mitt fingrafar, mitt „take“ á þessu. Að taka anda verksins og þýða hann, tímaátta hann til okkar í dag. Verkið er auðvitað mjög mikið á bundnu máli, við erum ekki að skauta algjörlega yfir í þessari útgáfu en við styðjumst líka við götumál, sem sagt blöndum saman nútímamáli og frumtexta.” Ekki bara saklaust fórnarlamb Kolfinna minnist á annað aðalkvenhlutverkið í Hamlet, Ófelíu, sem að þessu sinni er leikin af Berglindi Öldu Ástþórsdóttur. Hlutverkið er stórt í táknrænum og tilfinningalegum skilningi en Kolfinna nefnir að í aldanna rás hafi Ófelía í höndum leikstjóra verið fátt annað en órar. „Það er ekki hægt að sviðsetja sterka konu. Það er heldur ekki hægt að sviðsetja veika konu. Þangað til hún kom í hendur mínar og Berglindar Öldu. Við reyndum ekki að leysa persónuna heldur reyndum við að skilja hvernig hún virkar innan verksins, skilja það sem hún afhjúpar,“ segir hún. Kolfinna telur leikhús í dag vera staðnað að mörgu leyti.Vísir/Anton Brink „Ófelía hefur þannig séð ekki haft neitt „agency“. Ég er búin að stúdera og brjóta heilann um Ófelíu í marga mánuði og ég vildi aflétta þessum aldagömlu álögum af henni, aðlaga hana að nútímanum. Gera hana að öðru en bara fórnarlambi inni í aðstæðunum. Af því að það er lykillinn að jafnrétti; að sýna konur sem eru marglaga, sem eru með allt litrófið. Ófelía hefur oft verið sýnd sem voðalega saklaus kona en hún er það svo sannarlega ekki. Hún svíkur Hamlet, hún er að plotta líka með öllum, hún er alin upp í þessum heimi og er með sína bresti eins og allir aðrir. Hún er ekkert undanskilin, alveg eins og konur í raunveruleikanum; þær eru alls konar.” Frumsýningarvika eins og geðrof Líkt og fyrr segir þá leikur Sigurbjartur Sturla, sambýlismaður Kolfinnu, burðarhlutverkið í verkinu, sjálfan Hamlet. „Það hefur gengið mjög vel; þegar við mætum í vinnuna, þá erum við náttúrulega bara bæði fagmenn. Og það er svo mikið traust. Ég er bara mjög “at ease” með það að hann sé einn af leikurunum mínum. Þegar ég leikstýrði honum í Ást Fedru þá vorum við náttúrlega ekki byrjuð saman, við kynntumst þar sem fagmenn og við tökum það með okkur núna. Og við eigum faglegt samband, vinnusamband sem er mjög heilbrigt. En, en síðan náttúrlega í blálokin á æfingaferlinu, urðum við hvað minnst kærustupar. Það komu alveg tvö kvöld þar sem það sauð alveg verulega upp úr á milli okkar, þar sem við vorum bæði alveg á mörkunum og hengd upp á þráð og það endaði í einhverri sprengingu. Frumsýningarvika í leikhúsi er auðvitað bara algjört geðrof, þú ert með þetta hangandi yfir þér allan sólarhringinn og það er mjög erfitt að segja stopp. Þannig að „vinnuparið“ er alveg búið að taka soldið yfir en svo eftir frumsýningu kemur kærustuparið aftur.” Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýnisraddir um að hún hafi ráðið maka sinn í hlutverkið, í annað sinn. „Menn eru kannski hræddir um eitthvað nebódæmi, eða einhverja frændhygli. En málið er bara að þetta hérna hjá okkur er algjört match „made in heaven“. Og ég held að sem leikstjóri þá geti maður ekki látið sig dreyma um neitt betra en að finna fólk sem þú þráir og dýrkar að vinna með.“ Skemmtun sem skilur eftir sig Hamlet er skrifað fyrir meira en 400 hundruð árum. Það er því kannski ekkert skrítið að einhverjum finnist erfitt að tengja við prins í Danmörku sem talar í ljóðum við föðurdrauginn sinn á meðan hann velur á milli að vera eða ekki vera. Enn í dag lifir verkið og er reglulega sett upp víða um heim. Staðreyndin er þó sú að margir nútíma Íslendingar heyra orðið „Shakespeare“ og sjá fyrir sér verk sem eru þung, tormelt og óaðgengileg; finnst tungumálið vera fornt og flókið og setningarnar oft snúnar orðagjálfur. Kolfinna segist skilja það mjög vel. „Þarna er þetta rof. Ég hef heyrt talað svo mikið um rofið sem hefur átt sér stað milli fólksins og leikhússins, þetta er fílabeinsturn. Og stundum líður mér eins og fólk sem er að gera leikhús sé bara hreinlega ekki með Internetsamband í símunum sínum af því það er ekki í sambandi við það sem er að gerast þarna úti „on the streets.“ Þar af leiðandi stækkar þetta rof og fólki er ofboðið að fara og verða fyrir vonbrigðum og fá ekki það sem það vill fyrir peninginn. Leikhúsið er nánast alveg staðnað, og ég vil í alvöru gera mitt besta til að bæta úr því. Kolfinna vill brúa bilið milli fólksins og leikhússins.Vísir/Anton Brink En mig langar að brúa þetta bil, búa til „show“ sem er veisla fyrir augu og eyru og sálina. Búa til verk sem er skemmtun, þannig tegund af skemmtun að hún fyllir ekki bara upp í tóm eins og einhver Netflix-þáttur. Hamlet er alþýðuverk, þetta er sýning fyrir fólkið og mér er mjög umhugað um fólkið. Ég hef lagt upp með að gera Shakespeare aðgengilegan- en samt ekki á ódýran hátt.”
Leikhús Menning Borgarleikhúsið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira