Lífið samstarf

Góð tann­heilsa er hluti af hamingju og heilsu

Hvítt bros
„Við leggjum mikla áherslu á nákvæma greiningu bæði á tönnum og tannholdi, því það er grunnurinn að góðri meðferð,“ segir Þórður  Birgisson, tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Hvítt bros.
„Við leggjum mikla áherslu á nákvæma greiningu bæði á tönnum og tannholdi, því það er grunnurinn að góðri meðferð,“ segir Þórður  Birgisson, tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Hvítt bros.

Það eru ótrúlega spennandi og skemmtilegir tímar í tannlækningum í dag. Tækniframfarir hafa gjörbreytt starfseminni og gert tannlæknunum kleift að tryggja sjúklingum fallegt bros og vandræðalausar tennur í flestum tilvikum. „Starfið hefur orðið bæði fjölbreyttara og ánægjulegra,“ segir Þórður Birgisson, tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Hvítt bros, sem starfar bæði í Ármúla 23 í Reykjavík og í Hveragerði.

„Fyllingarefnin sem við notum í dag endast lengur, blandast betur við náttúrulegan lit tanna og postulínið sem við vinnum með er bæði sterkara og fallegra en áður. Sársaukastjórnun hefur líka tekið miklum framförum og meðferðirnar sjálfar eru orðnar þægilegri og taka oft styttri tíma en áður,“ segir hann.

Hlutverk tannlæknis er þó ekki aðeins að laga það sem er farið úrskeiðis heldur líka að tryggja að tannheilsa haldist góð til framtíðar. „Við leggjum mikla áherslu á nákvæma greiningu bæði á tönnum og tannholdi, því það er grunnurinn að góðri meðferð,“ útskýrir Þórður. „Markmiðið er að allir sjúklingar hafi fallegt bros, jafnvægi í biti og viti hvernig þeir geta beitt forvörnum til að viðhalda góðri tannheilsu alla ævi.“

Að hans sögn snúast allar góðar tannlækningar í raun um að skapa þannig aðstæður að sjúklingurinn þurfi ekki að fást við ný vandamál síðar. „Það er mikilvægt að kenna fólki rétt handtök, t.d. val á tannbursta, rétta notkun, hversu oft skal bursta og hvernig á að nota tannþráð. Við leggjum áherslu á að fólk noti mjúka bursta, helst „extra-soft“ því of harðir burstar geta valdið skemmdum á bæði tönnum og tannholdi.“

Fólki líður vel í stólnum enda er stofan björt og falleg.

Eitt af því sem tannlæknar hjá Hvítt bros fylgjast sérstaklega með er hvort tannsteinn sé að safnast upp. „Stundum dugar ekki að pússa og bursta. Þá þurfum við að fjarlægja tannstein með sérstökum verkfærum,“ segir Þórður. „Ef hann safnast upp getur það valdið beintapi í kringum tennurnar, andremmu og jafnvel haft áhrif á heilsuna almennt.“

Rannsóknir síðustu ára benda til þess að tannholdssjúkdómar geti tengst öðrum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum og jafnvel Alzheimer. „Það er ekki fullkomlega ljóst hvort um orsök eða samverkandi þætti sé að ræða, en þetta sýnir hversu nátengt munnheilsa og almenn heilsa eru,“ segir Þórður.

Að lokum leggur hann áherslu á að góð tannheilsa sé ekki aðeins spurning um útlit, heldur einnig vellíðan og lífsgæði. „Góð tannheilsa og fallegt bros eru hluti af hamingju og heilsu í daglegu lífi. Það er ótrúlegt að sjá hvað fólk blómstrar þegar það getur brosað án þess að hugsa sig um. Það er ein besta umbunin í starfi tannlæknis.“

Nánari upplýsingar má finna á vef stofunnar og hægt er bóka tíma í síma eða á netinu.

Hvítt bros er einnig á Instagram , Tik Tok og á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.