„Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2025 12:01 Erika Nótt vill að almennir hnefaleikar verði gerðir löglegir hér á landi. vísir / lýður valberg Erika Nótt Einarsdóttir telur hnefaleikabannið hér á landi vera Íslandi til skammar og vill lögleiða íþróttina að fullu. Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30
Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32