Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2025 12:14 Epicbet og Coolbet nýta þekkta karlmenn sem fjalla um íþróttir í hlaðvörpum til að koma vörumerki sínu á framfæri. Þar eru auglýstir stuðlar á leiki, gefin ráð og háar upphæðir auglýstar í vinning. Ungmenni á Íslandi veðja næst mest allra í Evrópu, samkvæmt ESPAD-könnuninni sem mældi spilun meðal 15–16 ára nemenda í 37 löndum. Alls segjast 41% íslenskra ungmenna hafa veðjað fyrir peninga á síðustu 12 mánuðum, sem er næsthæsta hlutfallið í Evrópu – aðeins Ítalía er hærri með 45%. Erlend fyrirtæki markaðssetja sig grimmt hér á landi og nota til þess þekkta Íslendinga tengda íþróttaumfjöllun. Meðaltal allra landanna 37 er 23%. Hafa ber í huga að 15–16 ára ungmenni eru ekki fjárráða og ættu því samkvæmt öllu ekki að geta lagt fé undir. Veðmálasíðurnar auglýsa átján ára aldurstakmark en samkvæmt könnuninni er ljóst að fjölmargir komast fram hjá því. Rannsóknin, sem fjallað er um á vef SBC News, kannar hegðun 15–16 ára í 37 Evrópulöndum og sýnir að aðeins ungmenni á Ítalíu hafa lagt oftar undir en íslensk, á meðan Grikkland er í þriðja sæti með 36%. Meðal annarra ríkja þar sem spilun meðal ungmenna er algeng má nefna Litháen og Kýpur, bæði með hlutföll yfir eða nálægt 35%. Í skýrslunni er bent á að hátt hlutfall ungmenna stundi peningaspil reglulega og að aukning í peningaleikjum í gegnum snjalltæki hafi aukið áhættuhegðun. Samkvæmt greiningu ESPAD 2024 kemur einnig fram að peningaspil séu orðin mun aðgengilegri en áður með komu netsins, þar sem mörg ungmenni geta veðjað án eftirlits foreldra eða stjórnvalda. Í umfjölluninni segir að niðurstöðurnar kalli á aðgerðir stjórnvalda til að draga úr áhættuhegðun og auka fræðslu um ábyrgð í tengslum við fjárhættuspil. ESPAD-könnunin (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) er framkvæmd á fjögurra ára fresti og nær til flestra Evrópuríkja. Hún veitir mikilvægar vísbendingar um þróun hegðunar ungmenna, þar á meðal neyslu áfengis og nikótíns, netnotkun og þátttöku peningaleikja. Sex með leyfi Nýleg rannsókn bandaríska fyrirtækisins Yield Sec fyrir Happdrætti Háskóla Íslands bendir til þess að Íslendingar muni eyða 36 milljörðum króna á slíkum síðum á árinu. Peningurinn streymir að mestu úr landi. Sex fyrirtæki á Íslandi hafa leyfi til að reka happdrætti gegn því að láta allan ágóða renna til almannaheilla hér á landi, svo sem íþrótta- og góðgerðamála. Um er að ræða Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti DAS, Happdrætti SÍBS, Íslenskar getraunir, Íslensk getspá og Íslandsspil. Coolbet og Epicbet eru þau erlendu veðmálafyrirtæki sem mest fer fyrir á samfélagsmiðlum og hlaðvörpum þar sem stjórnendur og gestir klæðast fötum með nafni fyrirtækisins, ræða stuðla og háar upphæðir sem spilarar geta unnið sér inn ráði þeir rétt í framtíðina. Þá má segja að vandræðamál séu bæði hjá Handknattleikssambandi Íslands og Körfuknattleikssambandi Íslands þótt ólík séu. Epicbet sýnir íslenskan handbolta í leyfisleysi og segir framkvæmdastjóri HSÍ málið til skoðunar. Sambandið sé að skoða stöðu sína. Þá hefur sætt gagnrýni að stjórnarmaður KKÍ og eigandi nikótínpúðasölu hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi. Formaður KKÍ segir það skjóta skökku við að stjórnarmaður taki þátt í að auglýsa ólöglega veðmálasíðu. Málið kom upp í beinu framhaldi af því að Kristófer Acox, ein skærasta stjarna Bónus-deildarinnar, auglýsti Coolbet og uppástungu að veðmálum á leiki í deildinni. Ráðherra hugnast ekki boð og bönn En hver er lausnin varðandi erlendar veðmálasíður? Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar sagðist Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, að banna ætti þessa starfsemi og það væri vel hægt. Einfaldlega loka fyrir umferð á slíkar síður. Aðrir viðmælendur þáttarins, Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar og Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ, voru á öðru máli. Þeirra sjónarmið voru nær þeim sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur viðrað. Hún vill skoða að hleypa erlendu veðmálasíðum inn á íslenskan markað og henni hugnist ekki að banna hluti. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Íþróttahreyfingin til í samtal Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir óbreytt ástand óboðlegt. Willum sem er fyrrverandi heilbrigðisráðherra skoraði á dögunum á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem fyrst. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum. ÍSÍ sé tilbúið að hefja samtal sama hvort aðhald verði aukið eða markaðurinn opnaður frekar. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum. Fjárhættuspil Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Meðaltal allra landanna 37 er 23%. Hafa ber í huga að 15–16 ára ungmenni eru ekki fjárráða og ættu því samkvæmt öllu ekki að geta lagt fé undir. Veðmálasíðurnar auglýsa átján ára aldurstakmark en samkvæmt könnuninni er ljóst að fjölmargir komast fram hjá því. Rannsóknin, sem fjallað er um á vef SBC News, kannar hegðun 15–16 ára í 37 Evrópulöndum og sýnir að aðeins ungmenni á Ítalíu hafa lagt oftar undir en íslensk, á meðan Grikkland er í þriðja sæti með 36%. Meðal annarra ríkja þar sem spilun meðal ungmenna er algeng má nefna Litháen og Kýpur, bæði með hlutföll yfir eða nálægt 35%. Í skýrslunni er bent á að hátt hlutfall ungmenna stundi peningaspil reglulega og að aukning í peningaleikjum í gegnum snjalltæki hafi aukið áhættuhegðun. Samkvæmt greiningu ESPAD 2024 kemur einnig fram að peningaspil séu orðin mun aðgengilegri en áður með komu netsins, þar sem mörg ungmenni geta veðjað án eftirlits foreldra eða stjórnvalda. Í umfjölluninni segir að niðurstöðurnar kalli á aðgerðir stjórnvalda til að draga úr áhættuhegðun og auka fræðslu um ábyrgð í tengslum við fjárhættuspil. ESPAD-könnunin (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) er framkvæmd á fjögurra ára fresti og nær til flestra Evrópuríkja. Hún veitir mikilvægar vísbendingar um þróun hegðunar ungmenna, þar á meðal neyslu áfengis og nikótíns, netnotkun og þátttöku peningaleikja. Sex með leyfi Nýleg rannsókn bandaríska fyrirtækisins Yield Sec fyrir Happdrætti Háskóla Íslands bendir til þess að Íslendingar muni eyða 36 milljörðum króna á slíkum síðum á árinu. Peningurinn streymir að mestu úr landi. Sex fyrirtæki á Íslandi hafa leyfi til að reka happdrætti gegn því að láta allan ágóða renna til almannaheilla hér á landi, svo sem íþrótta- og góðgerðamála. Um er að ræða Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti DAS, Happdrætti SÍBS, Íslenskar getraunir, Íslensk getspá og Íslandsspil. Coolbet og Epicbet eru þau erlendu veðmálafyrirtæki sem mest fer fyrir á samfélagsmiðlum og hlaðvörpum þar sem stjórnendur og gestir klæðast fötum með nafni fyrirtækisins, ræða stuðla og háar upphæðir sem spilarar geta unnið sér inn ráði þeir rétt í framtíðina. Þá má segja að vandræðamál séu bæði hjá Handknattleikssambandi Íslands og Körfuknattleikssambandi Íslands þótt ólík séu. Epicbet sýnir íslenskan handbolta í leyfisleysi og segir framkvæmdastjóri HSÍ málið til skoðunar. Sambandið sé að skoða stöðu sína. Þá hefur sætt gagnrýni að stjórnarmaður KKÍ og eigandi nikótínpúðasölu hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi. Formaður KKÍ segir það skjóta skökku við að stjórnarmaður taki þátt í að auglýsa ólöglega veðmálasíðu. Málið kom upp í beinu framhaldi af því að Kristófer Acox, ein skærasta stjarna Bónus-deildarinnar, auglýsti Coolbet og uppástungu að veðmálum á leiki í deildinni. Ráðherra hugnast ekki boð og bönn En hver er lausnin varðandi erlendar veðmálasíður? Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar sagðist Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, að banna ætti þessa starfsemi og það væri vel hægt. Einfaldlega loka fyrir umferð á slíkar síður. Aðrir viðmælendur þáttarins, Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar og Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ, voru á öðru máli. Þeirra sjónarmið voru nær þeim sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur viðrað. Hún vill skoða að hleypa erlendu veðmálasíðum inn á íslenskan markað og henni hugnist ekki að banna hluti. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Íþróttahreyfingin til í samtal Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir óbreytt ástand óboðlegt. Willum sem er fyrrverandi heilbrigðisráðherra skoraði á dögunum á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem fyrst. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum. ÍSÍ sé tilbúið að hefja samtal sama hvort aðhald verði aukið eða markaðurinn opnaður frekar. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum.
Fjárhættuspil Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira