Innlent

Ölvaður en ekki barnaníðingur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá KFC í Mosfellsbæ.
Frá KFC í Mosfellsbæ.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk.

Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn hafi fjarlægt manninn af vettvangi og skutlað til síns heima.

Umræður sköpuðust í íbúðahópi Mosfellinga síðdegis í gær um aðgerðir lögreglu. Hafði fólk áhyggjur af því að maðurinn hefði verið að elta börn og að jafnvel væri á ferðinni barnaníðingur.

Hjördís kannaðist ekki við neitt slíkt aðspurð um þær vangaveltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×