Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 20:00 Valdís Jóna Mýrdal nýtur lífsins í Stokkhólmi. Instagram „Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu,“ segir hin 24 ára gamla Valdís Jóna Mýrdal sem ákvað að flytja til Stokkhólms í haust og nýtur lífsins í botn. Valdís er nýútskrifaður grafískur hönnuður og gusumeistari og fékk nýverið draumastarfsnámið úti. Hvað varð til þess að þú fluttir til Stokkhólms? Stjúpmamma mín var að flytja til Stokkhólms til að vinna á Karólínska sjúkrahúsinu í fimm mánuði. Hún þurfti aðstoð með tvær litlu systur mínar, sem eru tíu og fimm ára, og þetta passaði fullkomlega þar sem ég var nýbúin að útskrifast úr LHÍ og vildi prófa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Fyrst var auðvelt að segja já en svo blikkaði ég og allt í einu var ég bara að flytja út á morgun sem var smá yfirþyrmandi en á sama tíma mjög gaman. Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu! View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Hvað hefurðu búið þar lengi? Síðan í byrjun ágúst. Það er æðislegt að fá að upplifa árstíðir svona í fyrsta sinn. Valdís býr úti með stjúpmömmu sinni og tveimur systrum og segir æðislegt að fá að upplifa árstíðir.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að hjálpa stjúpmömmu minni með litlu systur mínar, svona eins og au-pair. Ég fer með þær í skóla og leikskóla á morgnana og hjálpa til með heimilisstörf og daglegt líf. Síðan er ég að taka að mér verkefni og leita mér að fleiri verkefnum í grafíkinni. Sætar systur!Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já! Ég fæddist í Uppsala og bjó þar í um sjö ár sem er rétt fyrir utan Stokkhólm. Ég held að það sé líka ein ástæðan fyrir því að mig langaði svona mikið að koma hingað aftur og upplifa sænskuna og menninguna á ný og ég er svo abbó út í alla sem tala sænsku. Valdís fæddist í Svíþjóð og ber sterkar taugar til landsins.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Venjulegur dagur hjá mér byrjar klukkan sjö þegar ég vakna með stelpunum og hjálpa þeim að græja sig fyrir daginn. Svo löbbum við saman í leikskóla og skóla. Eftir það fer ég oftast í saunu! Stundum chilla ég heima eða fer í göngutúr um borgina og vinn líka aðeins í tölvunni í freelance-verkefnum. Þegar klukkan slær fjögur næ ég í yngri systur mína á leikskóla og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, á meðan sú eldri kemur sér sjálf heim. Á kvöldin borðum við saman og eigum kósý stund eða stundum fer ég og hitti vini sem ég hef kynnst hér úti. Fallegt í Stokkhólmi!Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast við þetta er ábyggilega hvað borgin er stærri og hvað það eru miklu fleiri möguleikar hér en á Íslandi. Ég elska að vera stórborgarskvís! Annars er líka svo gaman að hitta og kynnast nýju fólki. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ég fann í fyrsta sinn fyrir heimþrá þegar besta vinkona mín Birna Rún Kolbeinsdóttir var í heimsókn hjá mér í viku. Þegar hún var að fara heim þá langaði mig mjög mikið að lauma mér í töskuna. Valdís naut þess í botn að hafa Birnu Rún bestu vinkonu sína í heimsókn.Aðsend Hvað er framundan? Ég var nýlega að fá starfsnám á hönnunarstofu hér í Stokkhólmi, sem er svo kúl! Ég er svo ótrúlega spennt fyrir því að læra meira að því sem mér finnst áhugavert og vil gera í framtíðinni. Það þýðir að ég verð hér úti í að minnsta kosti hálft ár til viðbótar eftir áramót. Draumurinn væri að vera líka að passa hunda hérna um helgar. Fara út að labba með sæta hunda. Líf mitt væri fullkomnað. Valdísi dreymir um að fara út að labba með sæta hunda!Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar ég segi að ég sé frá Íslandi þá er alltaf það fyrsta sem fólk spyr hvort Íslendingabók sé til í alvöru og hvort við séum öll skyld. What happened to hello? How are you? My name is…? Valdís er búin að eignast marga vini úti - sem byrja flestir á að spyrja hvort allir Íslendingar séu skyldir!Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Ég held það fyndnasta hafi verið þegar yngri systir mín, sem er fimm ára, var að byrja í leikskólanum hér og kunni ekki reiprennandi sænsku. Einn daginn fór ég að ná í hana og fóstrurnar á leikskólanum sögðu mér að hún hefði verið að segja eitthvað orð allan daginn, en þær skildu ekkert og flettu í öllum bókum og reyndu að fá hana til að benda á það. Þegar ég spurði hana hvað hún hefði verið að segja, sagði hún „fiðrildi“ en með þykkasta sænska hreiminn ofan á! Síðan þá hefur hún bara verið að setja þennan hreim á mörg orð ef hún er ekki alveg viss hvernig á að segja á sænsku og mér finnst hún vera snillingur því það er eiginlega helmings líkur á að það sé rétt. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held maður flytji alltaf aftur til Íslands! Ísland er alveg epic. Valdís segir að lífið úti sé einfaldlega draumur í dós.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég held að fá að vera með litlu systrum mínum, kynnast geggjuðum gellum og fá þetta starfsnám! Draumur í dós! Íslendingar erlendis Hundar Svíþjóð Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hvað varð til þess að þú fluttir til Stokkhólms? Stjúpmamma mín var að flytja til Stokkhólms til að vinna á Karólínska sjúkrahúsinu í fimm mánuði. Hún þurfti aðstoð með tvær litlu systur mínar, sem eru tíu og fimm ára, og þetta passaði fullkomlega þar sem ég var nýbúin að útskrifast úr LHÍ og vildi prófa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Fyrst var auðvelt að segja já en svo blikkaði ég og allt í einu var ég bara að flytja út á morgun sem var smá yfirþyrmandi en á sama tíma mjög gaman. Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu! View this post on Instagram A post shared by @valdismyrdal Hvað hefurðu búið þar lengi? Síðan í byrjun ágúst. Það er æðislegt að fá að upplifa árstíðir svona í fyrsta sinn. Valdís býr úti með stjúpmömmu sinni og tveimur systrum og segir æðislegt að fá að upplifa árstíðir.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að hjálpa stjúpmömmu minni með litlu systur mínar, svona eins og au-pair. Ég fer með þær í skóla og leikskóla á morgnana og hjálpa til með heimilisstörf og daglegt líf. Síðan er ég að taka að mér verkefni og leita mér að fleiri verkefnum í grafíkinni. Sætar systur!Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já! Ég fæddist í Uppsala og bjó þar í um sjö ár sem er rétt fyrir utan Stokkhólm. Ég held að það sé líka ein ástæðan fyrir því að mig langaði svona mikið að koma hingað aftur og upplifa sænskuna og menninguna á ný og ég er svo abbó út í alla sem tala sænsku. Valdís fæddist í Svíþjóð og ber sterkar taugar til landsins.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Venjulegur dagur hjá mér byrjar klukkan sjö þegar ég vakna með stelpunum og hjálpa þeim að græja sig fyrir daginn. Svo löbbum við saman í leikskóla og skóla. Eftir það fer ég oftast í saunu! Stundum chilla ég heima eða fer í göngutúr um borgina og vinn líka aðeins í tölvunni í freelance-verkefnum. Þegar klukkan slær fjögur næ ég í yngri systur mína á leikskóla og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, á meðan sú eldri kemur sér sjálf heim. Á kvöldin borðum við saman og eigum kósý stund eða stundum fer ég og hitti vini sem ég hef kynnst hér úti. Fallegt í Stokkhólmi!Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast við þetta er ábyggilega hvað borgin er stærri og hvað það eru miklu fleiri möguleikar hér en á Íslandi. Ég elska að vera stórborgarskvís! Annars er líka svo gaman að hitta og kynnast nýju fólki. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ég fann í fyrsta sinn fyrir heimþrá þegar besta vinkona mín Birna Rún Kolbeinsdóttir var í heimsókn hjá mér í viku. Þegar hún var að fara heim þá langaði mig mjög mikið að lauma mér í töskuna. Valdís naut þess í botn að hafa Birnu Rún bestu vinkonu sína í heimsókn.Aðsend Hvað er framundan? Ég var nýlega að fá starfsnám á hönnunarstofu hér í Stokkhólmi, sem er svo kúl! Ég er svo ótrúlega spennt fyrir því að læra meira að því sem mér finnst áhugavert og vil gera í framtíðinni. Það þýðir að ég verð hér úti í að minnsta kosti hálft ár til viðbótar eftir áramót. Draumurinn væri að vera líka að passa hunda hérna um helgar. Fara út að labba með sæta hunda. Líf mitt væri fullkomnað. Valdísi dreymir um að fara út að labba með sæta hunda!Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar ég segi að ég sé frá Íslandi þá er alltaf það fyrsta sem fólk spyr hvort Íslendingabók sé til í alvöru og hvort við séum öll skyld. What happened to hello? How are you? My name is…? Valdís er búin að eignast marga vini úti - sem byrja flestir á að spyrja hvort allir Íslendingar séu skyldir!Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Ég held það fyndnasta hafi verið þegar yngri systir mín, sem er fimm ára, var að byrja í leikskólanum hér og kunni ekki reiprennandi sænsku. Einn daginn fór ég að ná í hana og fóstrurnar á leikskólanum sögðu mér að hún hefði verið að segja eitthvað orð allan daginn, en þær skildu ekkert og flettu í öllum bókum og reyndu að fá hana til að benda á það. Þegar ég spurði hana hvað hún hefði verið að segja, sagði hún „fiðrildi“ en með þykkasta sænska hreiminn ofan á! Síðan þá hefur hún bara verið að setja þennan hreim á mörg orð ef hún er ekki alveg viss hvernig á að segja á sænsku og mér finnst hún vera snillingur því það er eiginlega helmings líkur á að það sé rétt. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held maður flytji alltaf aftur til Íslands! Ísland er alveg epic. Valdís segir að lífið úti sé einfaldlega draumur í dós.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég held að fá að vera með litlu systrum mínum, kynnast geggjuðum gellum og fá þetta starfsnám! Draumur í dós!
Íslendingar erlendis Hundar Svíþjóð Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira