Enski boltinn

Fékk faðm­lag frá konu Diogo Jota í miðju mara­þoni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rute Cardoso, ekkja Diogo Jota, sér hér þegar hún mætti á leik Wolves og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Rute Cardoso, ekkja Diogo Jota, sér hér þegar hún mætti á leik Wolves og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Getty/Chris Brunskill

Heilnæm og falleg stund náðist á myndband í Porto-maraþonhlaupinu um helgina.

Bruno Duarte var náinn vinur Diogo heitins Jota en þeir spiluðu saman í yngri flokkum á sínum tíma.

Duarte tók þátt í maraþonhlaupinu í Porto og hljóp í Liverpool-treyju Diogo Jota númer tuttugu.

Þar með er tengingin við Jota ekki upptalin. Rute Cardoso, ekkja Jota, var mætt til að hvetja Duarte til dáða.

Það náðist síðan myndband af því þegar Duarte hleypur til ekkju Jota og faðmar hana í miðju hlaupi.

Svo sannarlega tilfinningaþrungin stund fyrir alla sem hlut eiga að máli. Það má sjá myndbandið með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×