Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Virgil van Dijk og Wayne Rooney hittust í gær í fyrsta sinn eftir að þeir fóru að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum. Getty/Jeff Bottari/Michael Regan Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira