Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:10 Leikskólaþjónusta sveitarfélaganna snertir fjölmargar fjölskyldur í landinu, vinnumarkaðinn og samfélagið allt. Vísir/Vilhelm Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins. Úttekt Viðskiptaráðs sem Vísir greindi frá í morgun leiðir meðal annars í ljós að lokunardagar leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg voru síðasta haust umtalsvert fleiri á hvert barn í Reykjavík en í samanburðarsveitarfélögum. Þess má geta að Reykjavíkurmódelinu svokallaða, sem nú er til umræðu á vettvangi borgarinnar, er meðal annars ætlað að taka á þeim vanda sem fylgir manneklu á leikskólum borgarinnar. Sjá einnig: Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Þá er sérstaklega tekið fram í úttekt Viðskiptaráðs að ekki liggi fyrir niðurstöður um ánægju íbúa í Reykjavík með leikskólaþjónustu þar sem borgin hafi hætt þátttöku í þjónustukönnun Gallup árið 2016. Þar af leiðandi hafi ekki verið birtar samanburðarhæfar niðurstöður um ánægju íbúa borgarinnar síðan þá. 90% foreldra í Reykjavík ánægðir Í framhaldi af umfjöllun um úttekt Viðskiptaráðs hefur Reykjavíkurborg komið þeirri athugasemd á framfæri að borgin hafi undanfarin tíu ár látið framkvæma eigin könnun. Borgin bendir á að könnun Gallup byggi á úrtaki allra íbúa sveitarfélaga en borgin geri sjálf könnun á meðal eiginlegra notenda þjónustunnar, það er foreldrum leikskólabarna. „Í könnun borginnar er fylgst með ánægju með leikskóla og fjölmörgum öðrum þáttum sem nýtast til að bæta þjónustuna. Í síðustu könnun kom til dæmis fram að 90,4% foreldra eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustuna,“ segir í athugasemd frá borginni til fréttastofu um nýjustu niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra leiksólabarna í Reykjavík í vor. Innlegg í stærri umræðu um leikskólamál Þar sem Reykjavíkurborg leggur fyrir sína könnun eftir eigin aðferðafræði getur samanburður milli sveitarfélaga hvað þetta varðar verið snúinn þar sem ánægjan í Reykjavík er mæld með öðrum hætti en í hinum sveitarfélögunum sem enn taka þátt í umræddri Gallup könnun. Þetta segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vera helstu ástæðuna fyrir því að ekki var tekið mið af umræddri könnun Reykjavíkurborgar. Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við sjáum að borgin hefur framkvæmt einhverjar kannanir. Það hefur í gegnum tíðina verið mjög erfitt að nálgast þær opinberleg á vef Reykjavíkurborgar, ólíkt hinum sveitarfélögum sem til dæmis birta bara alltaf niðurstöður kannana og draga þar fram styrkleika og veikleika í sinni þjónustu. Varðandi könnun Reykjavíkurborgar þá er gallinn líka að það er ekki samanburðarhæft við könnun Gallup sem gerð er í hinum sveitarfélögunum, það er það sem við bendum á,“ segir Gunnar. Úttektin sé innlegg ráðsins í umræðunni um leikskólamál og aðeins einn angi af því sem tilefni sé til að ræða og skoða í stærra samhengi hvað lítur að málefnum leikskólanna og þjónustu sveitarfélaganna að sögn Gunnars. „Lokunardagar eru líka skerðing á þjónustu og við erum að reyna að stuðla að því að það sé hægt að meta hvernig sveitarfélögin standa sig heilt á litið í þessu. Könnunin er vísir að því, fjöldi lokunardaga er vísir að því, gjaldskrá líka og það hvernig faglega starfið er,“ nefnir Gunnar sem dæmi. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Úttekt Viðskiptaráðs sem Vísir greindi frá í morgun leiðir meðal annars í ljós að lokunardagar leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg voru síðasta haust umtalsvert fleiri á hvert barn í Reykjavík en í samanburðarsveitarfélögum. Þess má geta að Reykjavíkurmódelinu svokallaða, sem nú er til umræðu á vettvangi borgarinnar, er meðal annars ætlað að taka á þeim vanda sem fylgir manneklu á leikskólum borgarinnar. Sjá einnig: Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Þá er sérstaklega tekið fram í úttekt Viðskiptaráðs að ekki liggi fyrir niðurstöður um ánægju íbúa í Reykjavík með leikskólaþjónustu þar sem borgin hafi hætt þátttöku í þjónustukönnun Gallup árið 2016. Þar af leiðandi hafi ekki verið birtar samanburðarhæfar niðurstöður um ánægju íbúa borgarinnar síðan þá. 90% foreldra í Reykjavík ánægðir Í framhaldi af umfjöllun um úttekt Viðskiptaráðs hefur Reykjavíkurborg komið þeirri athugasemd á framfæri að borgin hafi undanfarin tíu ár látið framkvæma eigin könnun. Borgin bendir á að könnun Gallup byggi á úrtaki allra íbúa sveitarfélaga en borgin geri sjálf könnun á meðal eiginlegra notenda þjónustunnar, það er foreldrum leikskólabarna. „Í könnun borginnar er fylgst með ánægju með leikskóla og fjölmörgum öðrum þáttum sem nýtast til að bæta þjónustuna. Í síðustu könnun kom til dæmis fram að 90,4% foreldra eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustuna,“ segir í athugasemd frá borginni til fréttastofu um nýjustu niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra leiksólabarna í Reykjavík í vor. Innlegg í stærri umræðu um leikskólamál Þar sem Reykjavíkurborg leggur fyrir sína könnun eftir eigin aðferðafræði getur samanburður milli sveitarfélaga hvað þetta varðar verið snúinn þar sem ánægjan í Reykjavík er mæld með öðrum hætti en í hinum sveitarfélögunum sem enn taka þátt í umræddri Gallup könnun. Þetta segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vera helstu ástæðuna fyrir því að ekki var tekið mið af umræddri könnun Reykjavíkurborgar. Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við sjáum að borgin hefur framkvæmt einhverjar kannanir. Það hefur í gegnum tíðina verið mjög erfitt að nálgast þær opinberleg á vef Reykjavíkurborgar, ólíkt hinum sveitarfélögum sem til dæmis birta bara alltaf niðurstöður kannana og draga þar fram styrkleika og veikleika í sinni þjónustu. Varðandi könnun Reykjavíkurborgar þá er gallinn líka að það er ekki samanburðarhæft við könnun Gallup sem gerð er í hinum sveitarfélögunum, það er það sem við bendum á,“ segir Gunnar. Úttektin sé innlegg ráðsins í umræðunni um leikskólamál og aðeins einn angi af því sem tilefni sé til að ræða og skoða í stærra samhengi hvað lítur að málefnum leikskólanna og þjónustu sveitarfélaganna að sögn Gunnars. „Lokunardagar eru líka skerðing á þjónustu og við erum að reyna að stuðla að því að það sé hægt að meta hvernig sveitarfélögin standa sig heilt á litið í þessu. Könnunin er vísir að því, fjöldi lokunardaga er vísir að því, gjaldskrá líka og það hvernig faglega starfið er,“ nefnir Gunnar sem dæmi.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira