Lífið samstarf

Nanna Rögn­valdar og Hall­grímur Helga lesa í kvöld

Forlagið
Untitled - 2025-11-05T160519.359

Höfundar lesa upp úr verkum sínum í kvöld á fyrsta Bókakonfekti ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39. Viðburðinum verður streymt hér á Vísi.

Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.

Dagskrá hefst kl. 20 en húsið opnar 19.30 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.

Upplestrar kvöldsins verða:

Sigrún Pálsdóttir - Blái pardusinn: Hljóðbók

Nanna Rögnvaldar - Mín er hefndin

Arndís Þórarins - Sólgos

Ævar Þór - Skólastjórinn

Kristín Ómars - Móðurást: Sólmánuður

Gunnar Theodór - Álfareiðin

Haukur Már - Staðreyndirnar

Hallgrímur Helgason - Drungabrim í dauðum sjó

Brynhildur Þórarins - Silfurgengið

Beint streymi verður frá upplestrinum hér fyrir neðan og hefst útsending klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.