Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 18:48 Rússneskir hermenn í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira