Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2025 08:03 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun