Innlent

Jóhanna ætlar ekki aftur fram

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Vísir/Vilhelm

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Hún greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi.

Jóhanna leiddi lista Framsóknar í síðustu kosningum 2022 og skipaði í kosningunum þar áður annað sæti á lista Frjálsra með Framsókn. Flokkurinn myndar meirihluta með Okkar Hveragerði. Jóhanna segist í grein sinni á Vísi fyrst og fremst vera þakklát eftir veru sína í bæjarstjórn.

„Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af.“

Þannig segir Jóhanna að Hveragerði hafi á kjörtímabilinu gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur hans hafi aldrei verið meiri og meirihlutinn fundið nýja tekjustofna til að skapa sterkan grunn fyrir framtíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×