Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:32 Jason Wilcox sést hér með Benjamin Sesko þegar Slóveninn var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United. Getty/Manchester United Jason Wilcox er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United og hann hefur tjáð sig um sína framtíðarsýn á eitt frægasta og farsælasta fótboltalið heims. Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira