3003 Elliði Vignisson skrifar 6. nóvember 2025 10:18 Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Ölfus Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar